Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

Kristín Elsa Harðardóttir lögmaður.
Kristín Elsa Harðardóttir lögmaður.

„Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður á Facebook-síðu sinni í kvöld vegna ungs manns sem handtekinn var síðustu nótt á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að hann hefði framvísað fölsuðum skilríkjum.

Maðurinn var á leiðinni til Bretlands með viðkomu á Íslandi þegar hann var handtekinn. Kristrún segir að ættingi hans í Bretlandi hafi beðið hana að gæta hagsmuna hans. Þegar hún hafi mætt til skýrslutöku yfir manninum hafi hann tjáð henni að hann hefði verið handtekinn klukkan 4:30 á flugvellinum og færður í handjárn og sett á hann magabelti sem handjárnin hafi verið fest við. Hann hafi upplifað sig sem stórhættulegan glæpamann.

Maðurinn tjáði Kristrúnu einnig að hann hefði ekkert fengið að drekka eða borða síðan hann var handtekinn eða í 13 klukkutíma. Kristrún segist hafa bent rannsóknarlögreglumanni á að maðurinn væri aðframkominn af hungri og þorska en lögreglumaðurinn ekkert sagst vita um málið. Hún hafi þá fært manninum vatnsglas. Eftir skýrslutöku hafi Kristrún látið bóka að maðurinn hefði sætt ómannúðlegri meðferð á lögreglustöðinni og ekkert fengið að borða.

Bent á að koma á mánudaginn

Þegar skýrslutökunni hafi verið lokið hafi verið hringt í bakvakt Reykjanesbæjar og tilkynnt um útlending í neyð. Reykjanesbær hafi hins vegar neitað að aðstoða manninn þar sem klukkan væri orðin 16:00 og skrifstofan lokuð. Hann gæti komið á mánudaginn. „Það átti að skilja manninn eftir allslausan á vergangi. Að endingu sótti maðurinn um hæli, sem hann ætlaði upphaflega ekki að gera hér á landi, og kemst hann þá í umsjá Útlendingastofnunar.“

Þegar Kristrún vakti aftur máls á því við lögregluna að maðurinn hefði ekkert fengið að borða eða drekka segist hún hafa fengið þau svör að maðurinn væri ekki lengur handtekinn heldur hælisleitandi og því ekki lengur á vegum lögreglunnar. Hann fengi því ekkert hjá þeim. Þegar Kristrún yfirgaf svæðið hafði maðurinn farið að borða úti í bæ ásamt túlki. Hann hafi verið látinn dúsa í 13 klukkutíma í fangaklefa án matar og drykkjar áður en skýrsla var tekin.

„Það þarf að skoða verklagið hjá lögreglunni á Suðurnesjum og viðmót lögreglumanna gagnvart þeirra skjólstæðingum. Það sem ég varð vitni að í dag er algerlega óásættanlegt!“ segir Kristrún að lokum og segist vona að fleiri séu sammála henni.

mbl.is

Innlent »

Vill fá vantraust fram strax

11:31 „Þegar þið verðið loks búin að fullrannsaka málið verður það löngu gleymt og grafið,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, í umræðum um Landsréttarmálið á Facebook. Meira »

Grunsamlegra manna leitað með dróna

11:27 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í morgun í tveimur hverfum Garðabæjar að tveimur dökkklæddum mönnum sem bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi. Þar sem húsráðendur reyndust heima forðuðu þeir sér á hlaupum og var talið þeir feldu í hverfinu. Meira »

Nafn mannsins sem lést á Arnarnesvegi

11:19 Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Arnarnesvegi aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar hét Pétur Olgeir Gestsson. Hann var 21 árs og búsettur í Kópavogi. Meira »

Allir tapa á klámvæðingunni

11:10 Kynfræðslu í skólum er ábótavant og margir krakkar, bæði strákar og stelpur, leita í klám af forvitni. Krakkar vilja betri fræðslu en klukkutíma þar sem krökkum er kennt að setja smokk á banana. Þetta er meðal þess sem kom fram á morgunverðarfundi í Iðnó; Klám eða kynlíf? Meira »

Píratar leggja aftur til borgaralaun

11:08 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um borgaralaun í samræmi við stefnu flokksins en tillagan hefur nokkrum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Meira »

Vilja lengja fæðingarorlofið

10:34 Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þar sem gert er ráð fyrir að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Meira »

Heimsmet í sparakstri

08:30 Heimsmetið í sparakstri stóðst ekki atlögu tveggja Breta sem nýverið óku Honda Jazz-bíl 1.350 kílómetra vegalengd frá syðsta odda Englands, Lands End, til norðurodda skoska meginlandsins, tanga að nafni John O'Groats. Meira »

Spá 40 metrum á sekúndu

09:11 Ekkert ferðaveður er á Suðausturlandi en þar er spáð allt að 40 metrum á sekúndu fram undir kvöld. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs. Meira »

Flutningabíll þversum á Holtavörðuheiði

08:01 Flutningabíll þverar veg á Holtavörðuheiði og ekki er hægt að komast framhjá, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.   Meira »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...