Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Segir slökkviliðið hafa verið um töluvert vatnsmagn að ræða.

Á ellefta tímanum barst slökkviliðinu síðan tilkynning um vatnsleka í íbúð í Krummahólum í Breiðholti. Þar kom upp vatnsleki á baðherbergi og lak niður á næstu hæð fyrir neðan og var dælubúnaður slökkviliðsins notaður til að þurrka upp vatnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert