Fara fram í Reykjavík og á Reykjanesi

Frá mótmælum Þjóðfylkingarinnar á Austurvelli.
Frá mótmælum Þjóðfylkingarinnar á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við, eins og aðrir flokkar, erum farin að huga að næstu kosningum. Við erum nokkuð ákveðin í að bjóða fram í borginni og það gæti farið svo að við bjóðum fram í Reykjanesbæ og Akureyri næsta vor. Sumum bæjum er vel stjórnað en í öðrum þarf að vinna,“ segir Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Guðmundur Karl segir að í Reykjavík og á Reykjanesi séu margir hælisleitendur og mörgu sé þar illa stjórnað.

„Við erum ekki komin með endanlegar kosningaáherslur en það verða örugglega útlendingamálin og hvernig fólki er mismunað. Hælisleitendur fá allt, það er hlúð að þeim á sama tíma og íslenskir þegnar eru jafnvel í tjöldum úti í náttúrunni. Það er verulega stór munur.“

Guðmundur Karl segir að Íslenska þjóðfylkingin sé á móti dulbúnum moskubyggingum á Íslandi, bæði þeirri sem búið sé að úthluta lóð í brekkunni fyrir neðan Elliðavog og því sem sagt sé vera hótel í Öskjuhlíðinni en sé þó ekki annað en moska.

„Við finnum mikinn hljómgrunn og mjög vaxandi fylgi. Ég held að fólk sé að vakna til lífsins um að það þurfi stjórn sem þori að taka á málunum. Bæði innflytjendamálum og húsnæðismálum,“ segir Guðmundur Karl, sem telur að ekki séu margir stjórnmálaflokkar með sömu stefnu og Íslenska þjóðfylkingin. Hún hafi ekki hvikað frá stefnu sinni í málum innflytjenda og húsnæðismálum aldraðra, öryrkja og ungs fólks sem vilji flytja að heiman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert