Fleiri vilja fara utan vegna Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ferðaskrifstofur á Íslandi hafa fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á að fara á Everton-leiki eftir vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea City til Everton.

Luka Kostic hjá Úrvali-Útsýn segir marga hafa fylgst með félagsskiptum Gylfa og séu áhrifin því mikil. Vegna þess ætlar ferðaskrifstofan að skipuleggja ferðir á leiki Everton í vetur.

Lúðvík Arnarson hjá ferðaskrifstofunni VITA segir í svari til Morgunblaðsins að skrifstofan hafi fundið meiri áhuga Íslendinga á leikjum Everton. VITA hefur verið með eina til tvær ferðir á leiki Everton undanfarin ár og segir Lúðvík að stefnt sé að fjölga þeim ferðum í vetur í ljósi vistaskipta Gylfa Þórs.

Gaman ferðir hafa boðið upp á ferðir á alla heimaleiki Everton síðustu ár, segir í svari Þórs Bæring Ólafssonar hjá Gaman ferðum við fyrirspurn Morgunblaðsins um áhuga Íslendinga á að fara utan á leiki Everton.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert