Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Robert Spencer.
Robert Spencer. Ljósmynd/Wikipedia

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur Fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Bendir siðanefndin á að ákvæði um kærufrest sé fortakslaust í reglum og fordæmi fyrir sambærilegum ákvörðunum en umboðsmaður Spencers hafði beðið um undanþágu frá þessu ákvæði.

Úrskurður siðanefndarinnar hefur nú verið birtur á vef Blaðamannafélags Íslands. 

Spencer kom til Íslands í maí en hann umdeildur fyrirlesari og hefur varað við uppgangi íslam í heiminum.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður á RÚV, tók viðtal við hann  áður en hann hélt fyrirlesturinn. Hún spurði hann m.a. út í fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik sem vitnaði fimmtíu sinnum í skrif Spencer í stefnuyfirlýsingu sinni.

Í frétt um málið á vef RÚV er viðtalið rakið orð fyrir orð. Í því spurði Sigríður m.a. hvort hann hann hefði fundið til ábyrgðar eða sektar vegna þess sem Breivik gerði. „Þú hefur ekki svarað spurningu minni,“ sagði Sigríður á einum stað í viðtalinu. „Jú, víst,“ svaraði Spencer þá. 

Hann sagðist loks enga ábyrgð bera á því sem Breivik gerði.

Í frétt RÚV er það einnig rifjað upp að Spencer hefði haldið því fram eftir dvöl sína hér á landi að eitrað hafi verið fyrir honum á veitingastað í miðborg Reykjavíkur líkt og mbl.is fjallaði ítarlega um á sínum tíma. 

Á fimmta hundrað manns mættu á fyrirlestur Spencers sem Vak­ur, sam­tök um evr­ópska menn­ingu, stóðu fyrir á Grand hót­el Reykja­vík.

Sjá úrskurð siðanefndarinnar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert