Þurfa að selja dúllur og dúska

Minna selst af bókum en meira af minjagripum.
Minna selst af bókum en meira af minjagripum. mbl.is/Styrmir Kári

„Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar.

Morgunblaðið greindi í vikunni frá hruni sem orðið hefur í bóksölu hér á landi síðustu ár. Alls nemur samdrátturinn 31% frá 2008 og ekki sér enn fyrir endann þar á.

„Bóksala hefur alltaf verið barátta en þessi 31% samdráttur er mjög mikill. Það er ekki að ástæðulausu að við bóksalar höfum farið að selja gjafavöru og annað með, dúllur og dúska,“ segir Arndís. „Ég kannast nú ekki við svona mikinn samdrátt hjá okkur. Okkar sala hefur verið stöðug en auðvitað veltur þetta svolítið á útgáfunni frá ári til árs,“ segir Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, í umfjöllun um stöðu bókaverslunarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert