Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

Fleistir þeirra fanga sem nú afplána refsidóma sitja inni fyrir ...
Fleistir þeirra fanga sem nú afplána refsidóma sitja inni fyrir fíkniefnabrot, næst flestir fyrir kynferðisafbrot. mbl.is/Brynjar Gauti

Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Þar af afplána 107 einstaklingar í fangelsum og 45 utan fangelsa þar sem afplánun fer ýmist fram á áfangaheimili eða með rafrænu eftirliti. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næstflestir fyrir kynferðisafbrot.

Morgunblaðið og mbl.is hafa að undanförnu fjallað um langa biðlista eftir afplánun í fangelsum hér á landi. Á síðasta ári fyrnd­ust 34 dóm­ar vegna þess að ekki tókst að koma viðkom­andi ein­stak­ling­um í afplán­un refs­ing­ar. Það sem af er þessu ári hafa 17 dóm­ar fyrnst og bíða nú um 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun vegna samtals 812 dóma.

Hlutfall dóma á boðunarlista endurspeglar ekki hlutfall þeirra sem sitja inni fyrir sambærileg brot. Fangelsismálayfirvöld forgangsraða þegar einstaklingar eru boðaðir í afplánun með þeim hætti að þeir sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin eru fyrst boðaðir í afplánun.

43 inni fyrir fíkniefnabrot og 34 fyrir kynferðisbrot

„Það er mjög mikilvægt að við getum sýnt fram á það að við séum raunverulega að taka hættulegasta fólkið inn og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegustu afbrotin,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við mbl.is. Hafa ber í huga að fjöldi dóma á boðunarlista er meiri en fjöldi þeirra einstaklinga sem bíða þess að hefja afplánun.


Alls afplána 43 einstaklingar nú dóma fyrir fíkniefnabrot eða 28,3% allra fanga. Af þessum 43 afplána 18 manns dóma fyrir meiriháttar fíkniefnabrot sbr. 173. grein almennra hegningarlaga og 25 afplána dóma fyrir minniháttar fíkniefnabrot sbr. lög nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni. „Þetta er tvískipt. Þetta eru annars vegar sérlög um fíkniefnamál og hins vegar tiltekið ákvæði í almennum hegningarlögum,“ útskýrir Páll.

Næstflestir afplána dóma fyrir kynferðisafbrot, alls 34 einstaklingar eða 22,4% allra fanga í afplánun. Á sama tíma eru 2% þeirra dóma sem eru á boðunarlista eftir afplánun vegna kynferðisafbrota. Þá afplána 17% fanga dóma fyrir þjófnað og auðgunarbrot, 11% fyrir ofbeldisbrot, 10% fyrir manndráp eða tilraun til manndráps og 7% fyrir umferðalagabrot. Loks afplána 5% fanga dóma fyrir önnur brot.

Fæstir á boðunarlista fyrir ofbeldis- og kynferðisafbrot

Nú bíða um 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun vegna samtals 812 dóma. Þegar rýnt er tegundir afbrota í þeim 812 dómum sem nú eru á boðunarlista kemur í ljós að yfir helmingur dóma er vegna umferðarlagabrota.

„Þetta eru einstaklingar sem eru með fleiri en einn dóm. Þess vegna getur verið svolítið snúið að telja þetta saman því að menn eru stundum dæmdir fyrir fleiri en eitt brot, fleiri en eina tegund. Sumir eru til dæmis bæði með umferðalagabrot og fíkniefnalagabrot,“ útskýrir Páll.

Alls eru 55% dóma sem nú eru á boðunarlista vegna umferðarlagabrota, 22% vegna fíkniefnabrota, 12% dóma eru fyrir þjófnað og auðgunarbrot, 5% fyrir ofbeldisbrot og 2% fyrir kynferðisafbrot. Þá eru engir dómar á boðunarlista fyrir manndráp eða tilraun til manndráps og 4% á eru vegna annarra brota. „Það er verið að forgangsraða, við erum að vanda okkur,“ segir Páll að lokum.

Fangelsið Litla-Hraun.
Fangelsið Litla-Hraun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
 
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...