Kveikt í palli í Keflavík

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Eldfimum efnum hafði verið troðið undir pallinn eða eldfimum vökva hellt á hann og svo eldur borinn að. 

Áður en slökkviliðið kom á staðinn hafði vegfarandi reynt að slökkva eldinn með slökkvitæki. Því var dautt að mestu í glæðunum er slökkvilið kom á staðinn. 

Töluverðan reyk lagði frá vettvangi um tíma.

Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu og þar má sjá myndir af vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert