Gefur vökudeild kolkrabba

Armarnir minna á naflastrenginn sem fyrirburarnir geti fiktað í líkt ...
Armarnir minna á naflastrenginn sem fyrirburarnir geti fiktað í líkt og þeir voru vanir að gera í móðurkviði. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans.

Sjálf eignaðist Marella fyrirbura en við fæðingu fékk sonur hennar kolkrabba að gjöf sem hafði virkilega jákvæð áhrif á bataferli hans. Að sögn Marellu er hugmyndin á bak við kolbrabbann ósköp einföld. „Armarnir á kolkrabbanum minna á naflastrenginn, fyrirburarnir geta fiktað í honum líkt og þeir eru vanir að gera við naflastrenginn í móðurkviði. Þetta kemur líka í veg fyrir að þeir séu að fikta í öllum þeim snúrum sem umlykja þá í hitakassanum,“ segir Marella sem byrjaði að kynna sér málið fljótlega eftir fæðingu sonar hennar.

„Frænka mannsins míns benti mér á að það væru ýmsar rannsóknir til um þetta í Bandaríkjunum. Það var búið að prófa verkefnið á ýmsum ungbarnadeildum og alstaðar var niðurstaðan sú sama, börnin brögguðust fyrr. Við ákváðum því að láta á þetta reyna og það var augljóst að þetta hafði góð áhrif.“

Móttökurnar framar vonum

Markmið Marellu er að hvert barn sem leggst inn á ...
Markmið Marellu er að hvert barn sem leggst inn á vökudeild Barnaspítalans fái kolkrabba til eignar mbl.is/Árni Sæberg


Hún segir móttökurnar sem hún hefur fengið hafa verið ótrúlegar og langt umfram það sem hún átti von á. „Ég setti inn færslu á Facebook í hálfgerðu vonleysi með son minn andvaka og svefnlausan. Þegar ég vaknaði síðan daginn eftir voru viðbrögðin svo miklu meiri en ég bjóst við. Allar prjónakonur landsins voru byrjaðar að búa til kolkrabba auk þess sem hekl- og hannyrðahópar voru farnir á fullt í að setja sér markmið sem miðuðu að því að framleiða eins marga kolkrabba og möguleiki var á,“ segir Marella og bætir við að í kjölfar viðbragðanna hafi markið verið sett á 200 kolkrabba enda er það um það bil sá fjöldi fyrirbura sem fæðist ár hvert.

Nú þegar hafa safnast rúmlega 100 en Marella vonar að framhald verði á verkefninu. „Þetta hefur gengið alveg frábærlega og það er vonandi að við getum haldið þessu áfram næstu ár,“ sagði hún að lokum.

Hvert barn fái kolkrabba

Markmið Marellu er að hvert barn sem leggst inn á vökudeild Barnaspítalans fái kolkrabba til eignar. Hún segir að þeir sem hafi áhuga á að leggja málefninu lið geti komið við í Gallerý Snotru á Akranesi og fengið garn. „Fólk getur bæði komið hingað og fengið garn til að búa til kolkrabba eða skilað af sér afgangsgarni sem aðrir geta nýtt sér, segir Marella og bætir við að nokkur skilyrði séu fyrir hversu stór og úr hvaða efni kolkrabbinn má vera. „Kolkrabbinn þarf að vera úr 100% bómul auk þess sem hann verður að bilinu 15 til 17 cm að ummáli yfir höfuðið. Ég bendi síðan þeim sem hafa áhuga á verkefninu að skoða Facebook-síðuna okkur, Kolkrabbar fyrir vökudeild, en þar er að finna nánari skýringar.“

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...