Sækja bætur vegna seinkunarinnar

mbl.is

Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda síðdegis á laugardag, lenti klukkan fjögur í morgun.

Hjónin Michael Clausen og Heiða Sigríður Davíðsdóttir voru á meðal farþega í vélinni, en þau segja upplýsingaskort frá flugfélaginu hafa verið það versta við töfina.

„Maður hefur fullan skilning á því að hlutir bili og gangi ekki eins og þeir eiga að gera, en það er þá lágmark að sýna fólki þá virðingu að reyna að skýra út og gefa upplýsingar um stöðuna,“ segir Michael í samtali við mbl.is. „Það vantaði algjörlega og við fréttum það til dæmis bara frá fólki frá Íslandi að vélin myndi líklega ekki fara á réttum tíma því það var búið að seinka fluginu frá Íslandi.“

mbl.is hef­ur ekki náð í for­svars­menn Pri­mera Air vegna máls­ins þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. For­stjóri Pri­mera Air, Hrafn Þor­geirs­son, sagði í sam­tali við mbl.is í gærmorgun að ástæða seink­un­ar­inn­ar væri vél­ar­bil­un. Sama og úti­lokað væri að fá leigu­vél­ar til þess að hlaupa í skarðið um helg­ar í sum­ar og þá tæki tíma að fá vara­hluti og hvíla áhöfn­ina. Fleiri slík mál hafa komið upp um helg­ina.

Frétt mbl.is: „Þetta er bara óhappa­helgi hjá okk­ur“

Vakandi á annan sólarhring

Hjónin, ásamt öðrum farþegum vélarinnar, biðu á flugvellinum á Tenerife alla aðfaranótt sunnudags og gátu því ekkert sofið. Upp úr hádegi á sunnudag var farþegum tilkynnt að ekki yrði flogið fyrr en klukkan 11 á sunnudagskvöld. Var farþegunum tjáð að þeim yrði útvegað hótel og þangað voru þeir keyrðir. „Flestir voru þá búnir að vaka á annan sólarhring því við vöknuðum snemma á laugardagsmorgni og þetta var á hádegi á sunnudegi,“ segir Michael.

Komið var á hótelið um klukkan tvö á sunnudag, en boðið var upp á mat klukkan fjögur. Michael segir marga hins vegar hafa sleppt matnum til að ná að leggja sig. Þegar farið var frá hótelinu í gærkvöldi fengu farþegar svo nestispakka með samlokum. „Við nýttum okkur það ekki heldur fórum og fengum okkur að borða, enda var maður ekki spenntur fyrir brauði eftir að vera búinn að vera hálfan sólarhring á flugstöðinni og borða ekkert annað þar.“

Frekari seinkun olli skjálfta hjá fólki

Þegar í flugstöðina var komið kom í ljós önnur korters-seinkun, sem Michael segir hafa valdið skjálfta hjá fólki. „Klukkan korter í ellefu var ekki að sjá að það ætti að fara að innrita um borð sem minnti á daginn áður,“ segir hann, en bætir við að sem betur fer hafi heimferðin gengið snurðulaust fyrir sig eftir að farið var að innrita korteri síðar.

Þegar í vélina var komið steig flugstjórinn út úr flugstjórnarklefanum til að útskýra fyrir farþegum ástæður seinkunarinnar. „Það var eiginlega það besta sem við fengum,“ segir Michael. „Hann stóð persónulega þarna sjálfur og skýrði út að það hefði orðið bilun í vélinni og síðan að það hafi orðið ljóst að flughöfnin þyrfti hvíld samkvæmt reglugerð og öryggisástæðum og því hefði ekki verið hægt að fara strax,“ segir hann.

Afsökunarbeiðni barst frá Vita

Flugvélin lenti loks á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur í nótt og voru farþegar því flestir komnir heim til sín á milli hálfsex og sex í morgun. „Þá þurfti maður að hvíla sig að minnsta kosti til hádegis eftir þetta ferðalag og alla biðina,“ segir Michael.

Farþegar hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, auk annars konar tjóns eins og Michael bendir á: „Það var til dæmis búið að bjóða okkur í útskriftarveislu á laugardagskvöld og það var auðvitað mjög leiðinlegt að missa af því,“ segir hann.

Þá hafi verið mörg ung börn í farþegahópnum og erfitt hafi verið fyrir foreldrana að vera með börn sín í hálfan sólarhring á flugstöðinni á Tenerife.

„En óvissan og samskiptaleysið var stóra vandamálið,“ segir Michael. Spurður um það hvort afsökunarbeiðni hafi borist frá Primera Air svarar hann neitandi. „En Vita sendi póst í dag og baðst afsökunar á þessu og benti okkur á rétt okkar til að sækja bætur,“ segir Michael, en Vita er ferðaskrifstofan sem stóð fyrir ferðinni.

„Það er alveg ljóst að menn sækja þær bætur enda áttu langflest okkar að fara í vinnu í dag, og maður er ekkert að gera það þegar maður er ekki kominn heim fyrr en klukkan sex um morgun,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Austanhvassviðri og úrkoma

06:48 Spáð er austan hvassviðri eða stormi með úrkomu á suðurhelmingi landsins í dag og eins hvessir með ofankomu á Norðurlandi í kvöld. Meira »

Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð

07:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokkurinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum. Meira »

Slys á Reykjanesbraut

06:40 Ökumaður bifreiðar var fluttur talsvert slasaður á Landspítalann um hálftólfleytið í gærkvöldi eftir að hafa ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Rauðhellu. Meira »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

 Notendagjöld besti kosturinn

05:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur ýmsar leiðir færar ef ferðamenn eiga að leggja meira til samneyslunnar á Íslandi. „Ef svo er, þá eru ýmsar leiðir færar, svo sem hækkun á virðisaukaskatti, komugjöld eða þjónustu- og notendagjöld ýmiskonar. Sjálfur tel ég það síðastnefnda besta kostinn í stöðunni.“ Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Verði búin blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...