„Það má ekki byrgja þetta inni“

Sema Erla hefur látið sig mannréttindi flóttafólks og annarra minnihlutahópa ...
Sema Erla hefur látið sig mannréttindi flóttafólks og annarra minnihlutahópa varða.

„Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni.

Í ummælunum birtast þau viðhorf að Sema Erla, sem verið hefur ötull talsmaður flóttamanna og fleiri minnihlutahópa, sé vinveitt þeim sem frömdu hryðjuverkin. „Ekki langt þangað til fávitarnir hér með Semu í fararbroddi kalla þetta yfir okkur,“ skrifar einn sem kallar sig Sigurð Ingólfs á Facebook, en líklega er um dulnefni að ræða. Annar gefur sér að Sema vilji fá sökudólginn til Íslands en sá þriðji að hún muni fagna hryðjuverkunum. Enn annar vill að henni verði vísað úr landi, enda sé hún samsek.

„17 ára vinur Semu Erlu“ skrifar Jón Jónsson á Facebook og deilir um leið frétt með mynd af manninum unga sem talið var að hafi verið ökumaður bílsins sem ók inn í hóp fólks á Römblunni í Barcelona á föstudaginn.

Gefa sér að hún sé múslimi

Sema, sem á tyrkneskan föður en er fædd og uppalin á Íslandi, telur að tengsl hennar við Tyrkland, málflutningur vegna málefna flóttamanna og sú staðreynd að hún er kona séu á meðal ástæðna þess að hún verði fyrir andlegu ofbeldi sem þessu. Þá segir hún að svo virðist sem sumt fólk gefi sér að hún sé múslimi, en tekur um leið fram að hún sé bæði skírð og fermd á Íslandi. Og vegna þess að hún sé álitin múslimi styðji hún sjálfkrafa hryðjuverkasamtök.

Hún tilheyri því ýmsum hópum sem rannsóknir sýni að verði helst fyrir barðinu á hatursorðræðu, svo sem konur og fólk af erlendum uppruna.

„Auðvitað fær þetta á mann“

Sema segir við mbl.is að þó um sé að ræða lítinn hóp hafi hún fengið fjölmörg símtöl frá fólki sem finnur henni allt til foráttu. Sumir hringi ítrekað. Verst þyki henni þó þegar fjölskyldu hennar eða vinum sé blandað í málið eða þeim ógnað. „Auðvitað fær þetta á mann. En eins hræðilegt og það er, þá er maður orðinn ýmsu vanur þegar að þessu kemur. Þó að engin manneskja eigi að venjast svona ofbeldi þá getur maður leitt margt af þessu hjá sér. Það koma hins vegar tímabil þar sem verið er að draga fjölskyldu manns inn í þetta. Og það er hræðilegast af öllu,“ segir hún.

„Tilkynnir fólkið til lögreglu“

Hún segist hafa orðið þess áskynja að mörg ummælin spretti fram á lokuðum Facebook-hópum, en segist fá margar ábendingar frá fólki á þeim vefsíðum sem misbýður munnsöfnuðurinn. Hún segist hafa kært sumt af því sem borist hafi til lögreglu og segist ætla að gera lögreglu viðvart í þetta sinn einnig. Beinar og jafnvel ítrekaðar hótanir um ofbeldi líði hún ekki. Henni gremst hins vegar hvað rannsókn mála taki langan tíma og segir sárvanta skýrari lagaumgjörð og vinnureglur þegar kemur að hatursorðræðu á netinu. Þar séu Íslendingar eftirbátar hinna Norðurlandanna. Bagalegt sé að geta ekki leitað verndar.

Segir hatrið eyðileggja umræðuna

Sema segir að fyrst um sinn hafi hún reynt að ræða málin við fólkið sem um ræðir en að það hafi haft þveröfug áhrif. Þess vegna hafi hún einnig farið þá leið að birta ummælin með nöfnum á Facebook. „Það má ekki byrgja þetta inni. Þetta snýst um að skila skömminni til baka.“ Hún bendir á að margt fólk lendi í alls kyns hremmingum á internetinu. „Andlegu ofbeldi er beitt til að brjóta niður sjálfsmynd fólks og rýra sjálfstraust. Það er hættulegt að bregðast ekki við þegar við verðum vitni að svona hlutum. Andlegt ofbeldi er ofbeldi og það verður alltaf að bregðast við. Þetta eyðileggur alla samfélagslega umræðu og er ekki gott fyrir lýðræðisríki eins og það sem við búum í.“

Hún segir á Facebook, þar sem hún deilir skjáskotunum, að þegjandi sitji hún ekki undir því „þegar gungur sem þessar láta sér detta það í hug að bendla mig ítrekað við hryðjuverk, morð og annað ofbeldi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borinn röngum sökum við störf sín

Í gær, 22:30 Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Meira »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

Í gær, 22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

Í gær, 21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

Í gær, 21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

Í gær, 21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

Í gær, 20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

Í gær, 20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

Í gær, 20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

Í gær, 20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

Í gær, 19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

Í gær, 19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

Í gær, 19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...