Áverkar á Thomasi vegna mótspyrnu?

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áverkar sem Thomas Møller Ol­sen var með á bringu við handtöku fimm dögum eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur gætu hafa verið merki um mótspyrnu við árás. Þetta sagði Urs Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu bana í janúar sl.

Wiesbrock lýsti áverkum á líkama Birnu, Thomasi og Nikolaj og fór ítarlega yfir niðurstöður sínar fyrir dómnum í dag en honum var gert að svara sex spurningum í málinu. Sagði hann meðal annars að áverkar á líkama Thomasar gætu verið vegna mótspyrnu, en áverkar sem Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen var með á vinstri hendi hefðu líklega verið yngri en fimm daga. Voru Thomas og Nikolaj báðir handteknir fimm dögum eftir hvarf Birnu.

Thomas snökti í læknisskoðun

Þá sagði Sveinn Magnússon læknir sem einnig bar vitni um áverka á Thomasi og Nikolaj að hann teldi áverkana á bringu Thomasar hafa verið 4-6 daga gamla þegar hann fékk brotaþola í læknismat. 

Þá sagði hann Thomas hafa snökt í læknisskoðuninni og verið afar auman. „Ástandið á honum var sveiflukennt, hann byrjaði gjarnan að snökta og gráta þegar ég þurfti að setja sýnin til hliðar og snéri mér frá honum, en herti sig upp þegar ég snéri mér aftur að honum,” sagði Sveinn.

Spurður um Nikolaj sagði hann: „Hann var allt annar,“ og vísaði í að Nikolaj hefði verið hinn rólegasti yfir skoðuninni.

Þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Wiesbrock.
Þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Wiesbrock. mbl.is/Árni Sæberg

Högg sem þessi þurfi ekki að skilja eftir sig áverka á geranda

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði Wiesbrock hvort gerandi hefði líklega haft áverka eftir árásina. Sagði Wiesbrock að högg sem lentu á nefi eða munni gætu leitt til margvíslegra áverka, allt frá yfirborðslegum áverkum í húð og allt til þess að áverkinn næði dýpra niður. Þó að ekki yrði opinn húðáverki gæti einnig komið fram bólga undir húðinni.

Högg á annan mjúkvef andlits þyrfti ekki endilega að hafa í för með sér áverka fyrir gerandann.

Áverkarnir hugsanlega vegna fingra eða fingurnagla

Á höndum Thomasar sagði Wiesbrock að sjá mætti bólguviðbrögð. Hann sagði að ekki væri hægt að fullyrða um hvort þau væru eftir árásina. Þá sagði hann að alls ekki þyrftu að vera varanlegir áverkar á höndum eftir högg af því tagi sem Birna hlaut. Að minnsta kosti yrði roði en hann gæti verið horfinn eftir einn til tvo daga.

Kolbrún spurði hann því næst út í ummæli hans í skýrslunni, þar sem hann sagði að áverkar á Thomasi mætti hugsanlega rekja til mótþróa brotaþola.  Á skjánum birtist þá mynd af Thomasi berum að ofan, þar sem sjá mátti áverka á bringu hans á tveimur stöðum. Wiesbrock sagði að áverkarnir gætu hæglega hafa orðið vegna fingra eða fingurnagla.

Sveinn Magnússon læknir.
Sveinn Magnússon læknir. mbl.is/Árni Sæberg

Áverkar á Nikolaj ólíklega 5 daga gamlir

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Wiesbrock út í áverka sem fundust á Nikolaj Olsen, skipverja á Polar Nanoq sem grunaður var einnig í fyrstu og hafði stöðu sakbornings í málinu um sinn. Honum var síðar sleppt og bar vitni í málinu í gær.

Á skjánum birtist mynd af Nikolaj berum að ofan og með vinstri hönd sína við hlið sér. Var gulur hringur utan um rauðleita bletti á handarbakinu. Spurði verjandinn hvort áverkarnir gætu verið fimm daga gamlir, þar sem Nikolaj var líkt og Thomas tekin fimm dögum eftir hvarf Birnu.

Sagði Wiesbrock að ekki væri við því að búast að svona húðroði væri enn til staðar eftir áverka fimm dögum fyrr. Því mætti ætla að áverkarnir væru yngri. Bætti hann við að myndgæðin væru slök en hann gæti mögulega sagt betur til um þetta fengi hann myndina í betri upplausn.

Á eftir Wiesbrock er kallaður til Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir og dómkvaddur matsmaður, sem skoðaði stoðkerfi Thomasar, vinstri öxl og hné.

„Ákærði er með skemmd í vinstri öxl, sem er eftir liðhlaup. Einkennin benda ekki til þess að geta hans sé takmörkuð til að gera það sem spurt var um," segir Ragnar um ástand Thomasar.

Verjandi Thomasar, Páll Rúnar Kristjánsson, spyr út í það hvort einhver fyrirvari sé á þessu mati Ragnars, en svar hans er einfalt: „Nei.“

mbl.is

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

Í gær, 20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

Í gær, 20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

Í gær, 19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

Í gær, 19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

Í gær, 19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

Í gær, 18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

Í gær, 18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Í gær, 18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Í gær, 18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Í gær, 18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...