Blóð úr Birnu um allan bílinn

Kia Rio-bifreiðin.
Kia Rio-bifreiðin.

Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Ni­kolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins þegar Birna hvarf. Fundust blóðblettir meðal annars í aftursæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, á sólskyggni og á hurð hans.

Þetta kom fram í máli Björgvins Sigurðssonar, sérfræðings hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem bar vitni við aðalmeðferð málsins í dag.

Björgvin kom að fyrstu skoðun á bifreiðinni, en eftir að hafa fundið bletti í afturhlera og í fölsum þegar afturhurðir voru opnaðar ákvað hann að stoppa þar sem hann sagði að þá hefði verið ljóst að frekari rannsóknar var þörf.

Blóðsýni sem fundust í bílnum voru send til Svíþjóðar í DNA-rannsókn og voru þau öll samkennd Birnu. Björgvin segir að sýni í bílnum hafi ekki gefið svörun sem sæði.

„Hann lýstist upp bíllinn, aftur í“

Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ber einnig vitni og segir hann það hafa slegið sig hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum í bílnum.

Síðar hafi verið notaður Lúminól-vökvi. „Hann lýstist upp bíllinn, aftur í,“ segir Ragnar.

Ragnar segir að ljóst sé að Birna hafi fengið tvö aðskilin högg og hafi blætt við það, en ekki sé hægt að segja til um hvort höggin hafi verið fleiri og þar njóti sakborningur vafans.

Blóðferlar hafi komið frá aftursætinu og farið fram í bílinn. Vegna þess hve mikið hafði verið nuddað við þrif var þó erfitt að fara í eiginlega blóðferlagreiningu. Stakir blettir fundust þó á mælaborði, á sólskyggni og í lofti bílsins hægra megin, sem haldið höfðu línulegri lögun sinni. Því hafi verið hægt að segja til um að blóðið hafi komið úr aftursæti og fram.

Hann segir að þrátt fyrir að reynt hafi verið að þrífa bílinn hafi það ekki tekist vel. Undir hægra aftursæti hafi verið blóðpollur. Sé það til vitnis um að á einhverjum tímapunkti hafi blóð farið frá vitum hennar, blóðið hafi verið það mikið.

Ragnar segist hafa verið viðstaddur krufninguna og þar hafi verið ljóst að hún var með sprungna vör og brotið nef. Um blóðrík svæði sé að ræða sem komi heim og saman við blóðpollinn í bílnum.

Ragnar segir ljóst að blóð hafi verið verið víða í bílnum. „Það má ætla að við átök, þegar verið er að berja manneskju, að hún sé ekki kyrr. Þannig að við getum fengið mikla hreyfingu.“

Kolbrún spyr Ragnar hvort það sé möguleiki á því að þrír hafi verið í bílnum og hann segir það mjög ólíklegt að einhver hafi setið í framsæti bílsins. „Ef einhver fyrirstaða er þá myndast ákveðin eyða þar sem er blóðlaust svæði. En í bílnum var ekkert blóðlaust svæði þar sem einhver hefði getað verið.“

Aðspurður segir hann engin merki hafa verið um ælu í bílnum, en Thomas sagði Birnu hafa ælt í bílinn og það útskýri þrif hans á bílnum.

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgvin fékk Dr. Martens-skó Birnu, sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn við leit að henni, til skoðunar en hann segir tvo rauðleiða bletti hafa verið á skónum. Skornar hafi verið úr þeim reimar sem sendar hafi verið í rannsókn, til að athuga hvort á þeim væri lífssýni.

Afskurðirnir hafi þá verið sendir til Svíþjóðar og reimarnar á vinstri skónum hafi borið á sér þekjufrumur bæði frá Thomasi og Birnu.

Þá spurði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari Björgvin út í fötin sem fundust í káetu Thomasar. Sagði hann bletti í þeim ekki hafa verið eftir blóð.

Þá fannst í þvottavél um borð í skipinu peysa og bolur, en fatnaðurinn var rakur þegar lögregla sótti hann til rannsóknar. Við fyrstu skoðun var ekkert sjáanlegt í fatnaðinum en við nánari rannsókn kom í ljós svörun við blóði í bolnum.

Úlpa Inuk, sem hann hafði skilið eftir í bílnum og áður kom fram að var þvegin og þurrkuð, var hreinleg og ekkert fannst við fyrstu skoðun á henni að sögn Björgvins. Lúminól-vökvi við frekari rannsókn hafi þó gefið blóðsvörun, sem bendi til að blóðleifar hafi verið í úlpunni.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Eggert

Kolbrún nefndi þá úlpu sem talin er hafa verið í eigu Thomasar, sem fannst í káetu hans. Björgvin sagði að ofan við vinstri brjóstvasa á úlpunni hafi verið blettur sem gefið hafi jákvæða svörun við blóðpróf.

Við rannsókn í Svíþjóð hafi komið í ljós að blóðið hafi verið úr Birnu. Um hafi verið að ræða kámblett, og blóðið því klínst í úlpuna.

„Hvernig það fór í úlpuna, það get ég ekki sagt til um.“

Myndum var varpað á skjá, af úlpu Inuk, þar sem sjá má hvernig Lúminól-vökva hefur verið úðað á úlpuna sem lýsir upp hvar blóð hefur farið á hana.

Ann­ar dag­ur aðalmeðferðar í máli ákæru­valds­ins gegn Thom­asi, sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar síðastliðnum, fer fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Alls bera 37 manns vitni fyr­ir dómi í mál­inu, en tólf þeirra komu fyr­ir dóm í gær. Þar á meðal Ni­kolaj, sem sat í gæslu­v­arðhaldi í tvær vik­ur í janú­ar grunaður um aðkomu að morðinu. Hann var hins veg­ar úti­lokaður sem sak­born­ing­ur, meðal ann­ars vegna þess að ekki fund­ust líf­sýni henn­ar á föt­um hans. Thom­as gaf einnig skýrslu fyr­ir dómi í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...