Fengu annað álit sérfræðinga í Noregi

Thomas Møller Olsen í héraðsdómi.
Thomas Møller Olsen í héraðsdómi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír lögreglumenn, sem komu að rannsókn á fingraförum sem fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur, báru vitni fyrir dómi nú fyrir skömmu. Samkvæmt fingrafarasérfræðingi hjá tæknideild lögreglunnar voru ekki til staðar nógu mörg einkenni í fingraförunum til að þau væru nothæf til samanburðar við fingraför Thomasar Møller Olsen.

Fingraförin voru engu að síður send út til Kripos í Noregi þar sem fengið var annað álit, en slíkt hefur ekki gerst á ferli hans sem fingrafarasérfræðings. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu 14. janúar síðastliðinn, en annar dagur aðalmeðferðar málsins er í dag.

Fann tvo fingrafaraparta

Guðmundur Þór Tómasson, lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tók við ökuskírteini Birnu eftir að svokölluð límleit fór fram á því. Hann ljósmyndaði fingraförin og tók af þeim afsteypu.

Verjandi Thomasar, Páll Rúnar Kristjánsson, spurði út í fjölda fingrafara á skírteininu og Guðmund minnti að hann hafi fundið tvo fingrafaraparta sem báðir voru sömu megin á skírteininu. Þá spurði Páll hvort ekki væri óvenjulegt að fingraför eiganda ökuskírteinis væri ekki að finna á þeim.

Guðmundur vildi ekki meina það og sagði skipta máli hvernig hlutir hefðu verið handfjatlaðir og hvort þeir hafi verð handfjatlaðir nýlega. Það væri því ekki alltaf að finna fingraför eigenda a hlutum þeirra.

Mat fingraförin ekki nothæf

Vignir Oddgeirsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að niðurstaða gæðamats fingrafara á ökuskírteininu hefði verið sú að of fá einkenni hafi verið til staðar til að hægt væri að gera samanburð. Það hafi því verið látið á það reyna að fá aðstoð sérfræðinga í Noregi, sem búa yfir mikilli reynslu, og kanna hvort þeir kæmust að annarri niðurstöðu.

Því næst lýsti Kristján Kristjánsson, lögreglumaður og fingrafarasérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar, sínu hlutverki í rannsókninni, en það var hann sem gerði gæðamat á þeim fingraförum sem fundust á ökuskírteininu.

Kolbrún Beneditksdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, spurði hann út í skýrslu sem hann gerði á gæðamati á fingraförum á ökuskírteini.

Kristján sagði að miðað væri við að 12 einkenni að lágmarki væru til staðar í fingrafari til að hægt væri að framkvæma á því rannsókn. Þessi 12 einkenni voru ekki til staðar á fingraförunum sem fundust á ökuskírteininu. Kristján mat það því þannig, miðað við sína reynslu og starfsaðstæður, að það uppfyllti ekki skilyrði til að hægt væri að gera samanburðarrannsókn. „Mín niðurstaða var sú að það væri ekki nothæft,“ sagði Kristján.

Óskað eftir nýjum fingraförum af Thomasi

Verjandi Thomasar tók næst við keflinu og spurði Kristján af hverju það hefðu verið tekin fingraför af Thomasi í tvígang.

Hann sagði ástæðuna hafa verið beiðni norskra kollega um að taka önnur fingraför því það vantaði á fingraförin sem send höfðu verið þangað.

„Er algengt að þegar þú segir að niðurstaða sé ekki nothæf, að fingraför séu send annað?“ spurði Páll. „Nei það hefur aldrei gerst á mínum ferlum,“ svaraði Kristján.

Kolbrún spurði hann að lokum út í reglurnar varðandi þessi 12 einkenni sem þurfa að vera til staðar á fingraförum svo hægt sé að gera rannsókn. Kristján segir þær ekki skriflegar, en þær vinnureglur séu viðhafðar hjá tæknideild lögreglunnar.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...