Fingrafar Thomasar á ökuskírteininu

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fingrafar Thomas­ar Møller Ol­sen fannst á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur sem sent var til rannsóknar á glæpadeild norsku lögreglunnar Kripos eftir að það fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar.

Finn Omholt-Jensen, lögreglufulltrúi frá Kripos í Noregi, bar vitni í gegnum síma fyrir dómi í dag. Hann kom að fingrafararannsókninni eftir að þrír íslenskir lögreglumenn komu með gögn á rannsóknardeildina.

Íslenskir lögreglumenn komu með gögn

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði Finn út í skýrslu sem hann gerði fyrir íslensku lögregluna vegna rannsóknarinnar og hver niðurstaða hennar hafi verið.

„Þrír lögreglumenn komu til Kripos í Noregi með gögn og okkur var sönn ánægja að samstarfa með þeim. Þeir tjáðu okkur að þeir hefðu með sér gögn er vörðuðu morðmál á Íslandi og spurðu okkur hvort við gætum aðstoðað þá,“ sagði Jensen og bætti við að því hafi verið jánkað og aðstoð boðin fram.

Lögreglumennirnir hafi haft meðferðis gögn eins og ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í skipinu og myndir af fingraförum Thomasar. „Íslenska lögreglan hafði þegar unnið heimavinnuna sína og þeir framvísuðu gögnum sem þeir höfðu unnið og undirbúið, til dæmis höfðu þeir notað svart fingrafaraduft til að framkalla fingraförin sem þeir voru með með sér,“ sagði Jensen.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins eitt fingrafar nothæft

Jensen sagði að þegar fingraförin voru skoðuð kom í ljós að aðeins eitt þeirra var nothæft. „Þeir komu hins vegar með með sér frumrit af ökuskírteininu. Ég fór með þessi gögn á rannsóknarstofu í Kripos til frekari rannsóknar. Þar var reynt að skýra þetta fingrafar sem fyrir var og einnig reyna að finna önnur fingraför,“ sagði Jensen.

Sagði hann að eftir rannsóknina hjá Kripos hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að eina nothæfa fingrafarið á ökuskírteininu hafi verið það sama og af vísifingri hægri handar hins grunaða.

Kolbrún spurði hvort allir þrír sem komu að fingrafararannsókninni hafi verið sammála um niðurstöðu hennar, að fingrafarið á ökuskírteininu hafi verið eftir hægri vísifingur Thomasar. Hann svaraði því játandi.

Fundu enga útilokunarþætti á fingrafarinu

Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Jensen út í aðferðina sem notuð er við það að rannsaka fingraför hjá Kripos. Sagði hann að mismunandi staðlar væru notaðir í mismunandi löndum við fingrafararannsóknir. Í Noregi væri ekki notað númerað kerfi til að meta fingraför heldur væru sérkenni skoðuð. Sagði hann fingraför geta verið með fjöldann allan af sérkennum.

Þá spurði Páll hversu mörg sérkenni hafi fundist við rannsókn á fingrafari Thomasar. Jensen svaraði Páli með vísan í fyrra svar sitt, en Páli þótti svarið ekki fullnægjandi og ítrekaði því spurninguna. Þá sagði Jensen að tólf til fimmtán einkenni hefðu fundist sem væru samkennd fingrafari Thomasar.

Spurði verjandinn þá hvort einhverjir útilokunarþættir hafi fundist. „Nei, við gátum ekki fundið nein einkenni sem myndu útiloka að þetta væri sama fingrafar,“ sagði Jensen.

mbl.is

Innlent »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á þingi Sósíalistaflokksins í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitarstjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls hafa 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOL...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...