Hálfdrættingur í fjárframlögum

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir um þriðjung deilda ...
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir um þriðjung deilda innan háskólans eiga við alvarlegan rekstrarvanda að etja vegna þess að skólinn er illa fjármagnaður. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

„Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar Háskóla Íslands sem haldinn var í dag, þar sem farið var yfir síðasta starfsár varðandi árangur í starfsemi og fjárhagslega stöðu.

Hann segir að um þriðjungur af 25 deildum háskólans eigi við viðvarandi alvarlegan rekstrarvanda að etja og annar þriðjungur eigi tímabundið í miklum erfiðleikum vegna þess að skólinn er illa fjármagnaður. Í samanburði við tölur háskóla á Norðurlöndunum er Háskóli Íslands enn þá hálfdrættingur í fjárframlögum á hvern nemenda.

„Háskólinn hefur lagt mikla áherslu á að afla innlendra og alþjóðlegra rannsóknarstyrkja og það hefur gengið mjög vel,“ segir hann en tveir þriðju fjárframlaga til háskólans koma frá ríkinu og einn þriðji er sjálfsaflafé. Þá hefur vísinda- og tækniráð, þar sem Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, er formaður, samþykkt nýja stefnu þar sem miðað er við að ná betri fjármögnun á háskólakerfinu á næstu árum.

Aukið tap milli ára

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að í ársreikningi Háskóla Íslands kom fram að tekjur háskólans jukust milli ára um tæpan milljarð króna, en á sama tíma nam tap tæpum 494 milljónum króna sem er heldur meira en árið áður er það nam tæpum 130 milljónum króna.

Jón Atli segir að háskólinn hafi fengið heimild frá ráðuneytinu til að fara umfram fjárheimildir ársins 2016 um 300 milljónir, í ljósi þess að skólinn hafi átt óráðstafaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Segir hann beiðni skólans um að fá að fara fram úr fjárheimildum ársins 2016 meðal annars tilkomna vegna mikilla launahækkana á síðasta ári. Viðbótartap í ársreikningi er útskýrt með styrkingu krónunnar, en háskólinn er með talsverða fjármuni í gjaldeyri vegna erlendra styrkja.

„Þetta er eitthvað sem við erum að skoða hvernig við tökum á í framhaldinu, ef svona breyting verður á [gengi],“ segir hann til að koma í veg fyrir aukið bókfært tap.

Á lista yfir 500 bestu skólana 

Þá segir Jón Atli að Háskólinn ætli að setja sér á næstunni fimm ára áætlun um ráðstöfun fjármuna innan skólans í samræmi við fimm ára áætlun ríkisstjórnar um útgjöld til skólans í þeim tilgangi að geta gert sér grein fyrir því fyrir fram, miðað við stefnu ríkisins, hvernig staðan er og hagað málum eftir því.

Jón Atli nefnir einnig að Háskóli Íslands sé nú kominn í 401.-500. sæti á Shanghai-lista (Academic Ranking of World Universities) yfir 500 bestu háskóla heims. Til viðbótar megi nefna að einstök fagsvið innan háskólans séu í fremstu röð á heimsvísu. Þar séu ofarlega á lista lífvísindi, rafmagnsverkfræði og jarðvísindi.

„Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill og það skiptir verulegu máli fyrir íslenskt samfélag að hafa öflugt háskólakerfi. Svo ég hlakka nú bara hreinlega til að vinna með stjórnvöldum og samfélaginu að því að efla háskólann og við treystum því að það muni gerast,“ segir Jón Atli að lokum.                                                                                  

mbl.is

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...