Hjartasteinn tilnefnd

Kvikmyndin Hjartasteinn var valin mynd ársins á Eddunni 2017.
Kvikmyndin Hjartasteinn var valin mynd ársins á Eddunni 2017. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. 

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in eru á veg­um Evr­ópsku kvik­mynda­aka­demí­unn­ar (Europe­an Film Aca­demy). Á næstu vik­um munu rúm­lega þrjú þúsund meðlimir ­aka­demí­unn­ar greiða at­kvæði um val á mynd árs­ins, leik­stjóra, leik­ara, leik­konu og hand­rits­höf­undi Evr­ópu.

Hjarta­steinn hlaut alls níu Edd­ur en hafði verið til­nefnd til sex­tán. Hún var verðlaunuð sem mynd árs­ins, fyr­ir kvik­mynda­töku, klipp­ingu, leik­mynd og bún­inga auk þess sem Guðmund­ur Arn­ar Guðmunds­son­ fékk verðlaun fyr­ir bæði leik­stjórn sína og hand­rit. Blær Hinriks­son og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir voru verðlaunuð fyr­ir leik sinn í mynd­inni; hann fyr­ir leik í aðal­hlut­verki og hún í auka­hlut­verki.

Hér er listi yfir kvikmyndir sem eru tilnefndar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert