Hverfandi myndast

Hverfandi er vatnsmesti foss Evrópu.
Hverfandi er vatnsmesti foss Evrópu.

Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst.

Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum. Þaðan steypist vatnið 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.

Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar.  Misunandi er hve snemma sumars Hálslón kemst á yfirfall. Árið 2010 hefur vinninginn, en þá komst lónið á yfirfall 28. júlí. Hins vegar fór lónið ekki á yfirfall fyrr en 9. október árið 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert