Með rætur í matjurtagarði

Í atvinnuhúsnæðinu á Þórshöfn þar sem gulræturnar eru unnar og ...
Í atvinnuhúsnæðinu á Þórshöfn þar sem gulræturnar eru unnar og þeim pakkað og öll umsýsla fyrirtækisins fer fram.

Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Hún er úr Mýrdalnum, hann úr Núpasveit við Öxarfjörð, en þangað fluttist Sara barnung með foreldrum sínum sem settust að í Akurseli og hófu þar gulrótarækt í stórum stíl fyrir átján árum. Núna er grænmetisvinnslan og umsýslan á Þórshöfn.

Leiðir Árna Sigurðssonar og Söru Stefánsdóttur lágu saman í fallegri sveit í Öxarfirðinum, og árið 2011 hófu þau búskap að Katastöðum, sem standa við rætur Hólaheiðar skammt frá Kópaskeri.

Í fyrra fluttust þau sig um set til Þórshafnar og ekki leið á löngu þar til foreldrar Söru, þau Stefán Gunnarsson og Sigurbjörg Jónsdóttir, fluttust í Þistilfjörðinn í bæinn Flögu. Fyrirtæki þeirra, Akursel ehf., sem þau höfðu rekið í Öxarfirði um árabil og síðustu fimm árin ásamt þeim Söru og Árna, er þekkt fyrir sínar gómsætu gulrætur og hefur verið einn umsvifamesti framleiðandi lífrænna gulróta á landinu og vart annað eftirspurn.

Fjölskyldufyrirtæki á Þórshöfn

Árni Sigurðsson og Sara Stefánsdóttir við nýja gulrótarakurinn við Ósland ...
Árni Sigurðsson og Sara Stefánsdóttir við nýja gulrótarakurinn við Ósland í Þistilfirði. mbl.is/Líney Sigurðardóttir


„Okkur leist svo vel á Þórshöfn og samfélagið þar,“ segir Sara en þau Árni festu nýlega kaup á einbýlishúsi þar í bæ. „Við keyptum hús á besta stað þar sem nóg pláss er í garðinum fyrir stórt strandblaknet og hænur nágrannans koma í heimsókn yfir götuna. Það má segja að við höfum flust úr einni sveit yfir í aðra, rétt yfir Hólaheiðina,“ segja Árni og Sara, sem ætla nú að sinna grænmetisvinnslunni og umsýslunni á Þórshöfn.

„Við ákváðum að flytja grænmetisvinnsluna frá Akurseli til Þórshafnar og fengum leigt húsnæði í eigu Ísfélagsins undir starfsemina,“ segja Sara og Árni. Standsetning húsnæðisins og uppsetning kælitækja og pökkunarvéla hefur staðið yfir síðustu vikurnar svo þau hafa haft í nógu. Einnig hafa þau ráðið fastan starfsmann yfir vetrartímann.

Í garðana fer aldrei illgresiseitur.
Í garðana fer aldrei illgresiseitur.


Aðalræktunarsvæði gulrótanna er í Öxarfirðinum, í sendnum og næringarríkum jarðvegi án tilbúins áburðar, en í vor var hafist handa við gerð nýrra garða, bæði á Katastöðum við Öxarfjörð en einnig í Þistilfirðinum þar sem gulrótarfræjum var sáð í stóran garð við eyðibýlið Ósland. Með haustinu kemur í ljós hvernig jarðvegurinn þar hentar gulrótum, en Þistilfjörður státar ekki af jarðhita eins og Öxarfjörðurinn.

„Við höldum líka áfram grænmetisrækt í Öxarfirðinum og förum því aldrei alveg frá Katastöðum en heiðin styttist bara við hverja ferð,“ segir þetta bjartsýna unga fólk, en frá Þórshöfn er tæplega klukkutíma akstur að Katastöðum.

Uppræta skal hvert illgresisstrá

Sara, Árni og Jakob Ingi ásamt Ingunni, dóttur Árna.
Sara, Árni og Jakob Ingi ásamt Ingunni, dóttur Árna.


Það þarf að hafa vakandi auga á grænmetinu allan vaxtartímann og hafa stjórn á illgresinu, en ekkert arfaeitur er notað í garðana, sem hafa lífræna vottun. „Við auglýstum því eftir fólki til að uppræta illgresið og fengum fimm ungmenni í verkið sem unnu við að reyta í hálfan mánuð. Við skriðum á fjórum fótum um garðana og reyndum að ná hverju einasta illgresisstrái, í þessa garða fer aldrei illgresiseitur,“ segir Sara.

Búist er við að uppskeran af þessum lífrænu gulrótum verði svipuð og síðustu árin. Mestur hluti er seldur suður á land en einnig er ræktað dálítið af rófum sem selt er á heimamarkað. Þær eru ekki síðra hnossgæti en gulræturnar, sólgular og safaríkar.

Sala hefur alltaf gengið vel og áhugi fólks á lífrænum matvælum eykst með ári hverju. Uppskerutíminn er að jafnaði frá síðustu dögum ágústmánaðar og allt fram í nóvember í góðu tíðarfari og þá hafa Sara og Árni ærinn starfa við uppskeruna og hafa jafnframt starfsfólk til aðstoðar.

Vaxið upp með gulrótunum

Snemma beygist krókurinn.
Snemma beygist krókurinn.


Það má segja að Sara hafi vaxið upp með gulrótunum, en foreldrar hennar ráku garðyrkjubú á Dyrhólum í Mýrdal frá árinu 1980 allt til ársins 1999 þegar þau fluttu í Akursel og hófu gulrótarræktunina. Þau voru fyrst hér á landi til að hljóta lífræna vottun á hluta framleiðslunnar í Mýrdalnum og fyrir þremur árum hlaut svo fjölskyldufyrirtækið Akursel ehf. hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir framúrskarandi lífræna framleiðslustarfsemi sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda héraðsins.

Sara og Árni hyggjast halda áfram á sömu braut og vinna að uppbyggingu fyrirtækisins og luma á ýmsum hugmyndum sem ekki er tímabært að láta í ljós að sinni, „þetta kemur allt í ljós með tímanum og best að fara hægt í sakirnar,“ telja þau Árni og Sara.

Íþróttirnar áhugamál

Jakob Ingi unir sér glaður við leik við Ósland á ...
Jakob Ingi unir sér glaður við leik við Ósland á meðan sáð er.


Árni og Sara taka mikinn þátt í íþróttalífi bæjarins og stunda blakíþróttina af miklu kappi. Árni hefur auk þess þjálfað kvennaliðið Álkurnar með góðum árangri auk þess að þjálfa í öðrum greinum, svo sem frjálsum íþróttum, körfubolta og krakkablaki.

Sara tók við stöðu rekstrarstjóra á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og kunna bæði mjög vel við sig á Þórshöfn, einnig þriggja ára sonurinn Jakob Ingi, sem unir sér vel á leikskólanum.

„Við höfum eignast góða vini á Þórshöfn og hér er gott að vera og fólkið skemmtilegt,“ segir Árni, sem sinnir einnig grenjavinnslu á Austursléttunni ásamt Ómari Gunnarssyni frænda sínum, en hestamennska og blak er líka mikið áhugamál. Sara tók þátt í að skipuleggja bæjarhátíð Þórshafnar, Bryggjudagana, sem tókst afar vel enda veðrið fádæma gott.

Það er góður fengur fyrir hvert bæjarfélag að fá til sín fólk sem tekur virkan þátt í samfélaginu og eflir félags- og íþróttalíf, svo að litlu fjölskyldunni í gulrótaræktinni var tekið opnum örmum á Þórshöfn.

Innlent »

Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag

14:09 Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag vegna veðurs. Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við mbl.is. „Það er mjög slæmt í sjóinn á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar,“ segir Ólafur en ákvörðunin um að ekki yrði siglt í dag var tekin fyrir skemmstu. Meira »

Strætó útaf við Hvalfjarðargöngin

13:52 Strætó fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin laust fyrir klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur og nýkominn úr Hvalfjarðargöngunum með tíu farþega innanborðs þegar hann fór út af skammt frá Blikdalsá. Meira »

Gætu gripið til vegalokana

13:39 Hugsanlega verður gripið til vegalokana á meðan versta veðrið gengur yfir undir Eyjafjöllum og í Öræfum í dag. Þetta segir Skúli Þórðarson, yfirmaður vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Von er á slyddu eða snjókomu hjá Reynisfjalli og hviður verða allt að 35 til 40 m/s frá klukkan þrjú til miðnættis. Meira »

Sérfræðingar vöruðu Sigríði við

13:28 Sérfræðingar í dóms- og fjármálaráðuneytinu vöruðu Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra við því að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt þyrfti hún að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Meira »

Rafmagnslaust í Laugardalnum

13:23 Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Laugardal og er unnið að viðgerð. Bilunin er í póstnúmeri 104 og eru umferðarljós m.a. óvirk á svæðinu af þessum sökum. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar. Meira »

„Það var engu lofað“

13:05 Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta hjá Glitni, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun. Hann sagðist ekki hafa haft bein afskipti af störfum undirmanna sinna sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefði hann engin loforð fengið frá lögreglu um að sleppa við ákæru í málinu. Meira »

Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

11:46 Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.   Meira »

Grunaður um að hafa brotið gegn börnum

12:38 Karlmaður á sextugsaldri var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Jafnvel er talið að maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum. Meira »

Horfið frá samráði með breytingunni

11:28 Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp sem endurskoða átti búvörusamninga og skipa þess í stað nýjan samráðshóp sem er tæplega helmingi fámennari. Meira »

Sérstakur í keppni í sakfellingum

11:25 Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformaður Glitnis, sagði fyrir Héraðdómi Reykjavíkur í morgun að embætti sérstaks saksóknara væri í einskonar keppni í sakfellingum og byggi til nýjar túlkanir á því sem hefðu verið almennir starfshættir í íslensku viðskiptalífi. Meira »

„Ætlum að hætta að vera dicks“

11:17 „Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun þar sem metoo byltingin var til umræðu. Meira »

„Þú ættir að tala við pabba þinn“

10:51 „Byltingin hefur valdið ótrúlegri hugarfarsbreytingu á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun. Yfirskrift fundarins var #metoo: Hvað svo? Meira »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...