Myndavélar reikna út meðalhraða á Grindavíkurvegi

Íslendingar hafa frá árinu 2007 búið við svokallað punktaeftirlit.
Íslendingar hafa frá árinu 2007 búið við svokallað punktaeftirlit. Jakob Fannar Sigurðsson

Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Svo gæti farið að slíkt myndavélakerfi verði einnig til staðar í nýjum Norðfjarðargöngum en útboðsferli stendur þar yfir.

Sjálfvirkt eftirlit á meðalhraða bifreiða fækkar slysum stórlega og sparar samfélaginu peninga, að því er fram kemur fram í skýrslu frá verkfræðistofunni Mannvit, sem unnin var í samstarfi við umferðardeild Vegagerðarinnar, með það að markmiði að kanna kosti og galla innleiðingu meðalhraðaeftirlits.

Borgar sig hratt upp

Það tekur aðeins um eitt ár að vinna til baka þann kostnað sem til fellur við uppsetningu og rekstur myndavélanna. Ábatinn til 50 ára, að frádregnum kostnaði, er í skýrslunni metinn á einn til einn og hálfan milljarð króna á hvern vegkafla. Að baki þeim tölum eru tölulegar forsendur sem byggja á virði mannslífa.

Í meðalhraðaeftirliti felst að tekin er mynd af ökumanni og númeraplötu bifreiðar á einum punkti. Jafnframt er þar skráður niður hraði ökutækis og öxulþungi þess. Á hinum enda vegkaflans er svo tekin sams konar mynd en hugbúnaður sér um að reikna meðalhraða bílsins á vegkaflanum. Hafi ökumaður ekið hraðar en leyfilegur hámarkshraði kveður á um, er ökumanni gert viðvart með rauðu blikkandi ljósi. Hann má þá eiga von á því að þurfa að borga sekt, að undangenginni greiningu starfsmanna, sem yfirfara myndir af þeim sem brotlegir reynast. Öðrum myndum er eytt.

Frétt mbl.is: Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

Í skýrslunni kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og sex banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegköflum.

Fimm vegkaflar skoðaðir

Fimm vegkaflar voru teknir fyrir í skýrslunni; áðurnefndur Grindavíkurvegur, Akrafjallsvegur, Ólafsfjarðarvegur og tveir vegkaflar á hringveginum, í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fram kemur í skýrslunni að erlendar rannsóknir sýni að sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit sé skilvirkara en sjálfvirk punktahraðaeftirlit, sem íslenskir ökumenn þekkja. Norsk rannsókn sýnir með óyggjandi hætti að alvarlegum slysum fækkaði meira á svæðum þar sem meðalhraðaeftirliti var beitt, en á svæðum þar sem notast var við punktahraðaeftirlit.

Auður Þóra segir að Vegagerðin hafi verið í samstarfi við norska kollega vegna þessa. Þar hafi reynslan sýnt að verulega dragi úr alvarlegum slysum og mannskaða á þeim köflum þar sem meðalhraðaeftirlit hefur verið reynt.

Kafli í samgönguáætlun

Spurð hvort pólitískur vilji sé fyrir verkefninu svarar Auður því til að verið sé að skrifa tillögur að samgönguáætlun fyrir árin 2018-2021. Í henni verði að finna kafla um meðalhraðaeftirlit. Ljóst sé hins vegar að fjárveitingar þurfi að koma til, áður en eftirlitskerfi sem þetta verður sett upp. „Það er verið að skrifa þetta inn í samgönguáætlun en það þarf auðvitað fjárveitingar. Það er ekki hægt að segja að við höfum uppáskrift Alþingis enn.“ Hún bindur hins vegar vonir til að kerfið verði komið í gagnið á Grindavíkurvegi, hið minnsta, á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »

„Kristján kveður og Kristján heilsar“

Í gær, 17:35 Skálholtshátíð fór fram um helgina og var dagskráin fjölbreytt. Í dag fór fram biskupsvígsla, en þá vígði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju. Meira »

Þreytt á hraðakstri í Mosfellsdal

Í gær, 17:10 Íbúasamtökin í Mosfellsdal hafa árum saman kallað eftir umbótum á veginum sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og liggur í gegnum Mosfellsdalinn. Þau vilja hraðamyndavélar og bann við framúrakstri en segja að erfiðlega gangi að ná eyrum ráðamanna. Meira »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

Í gær, 16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »

Sigraði anorexíuna

Í gær, 13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

Í gær, 11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

Í gær, 11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

Í gær, 10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

Í gær, 10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

Í gær, 09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

Í gær, 09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

Í gær, 08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...