Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

Grindavíkurvegur.
Grindavíkurvegur. mbl.is/Hanna

Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir.

Þetta er niðurstaða skýrslu frá Mannviti verkfræðistofu sem unnin er í samstarfi við umferðardeild Vegagerðarinnar um sjálfsvirkt meðalhraðaeftirlit og mögulega innleiðingu þess.

Í sinni einföldustu mynd virkar meðalhraðaeftirlit þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir á sitthvorum enda tiltekins vegarkafla. Myndavélarnar eru samstilltar og hafa samskipti með rafrænum lausnum og vista upplýsingar um ökutæki og meðalhraða þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert