„Það var haft rangt við“

Vaðlaheiðargöng hafa farið um 30% fram úr upphaflegri áætlun.
Vaðlaheiðargöng hafa farið um 30% fram úr upphaflegri áætlun. Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Mörður studdi málið ekki á sínum tíma.

Í skýrslu sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi kom fram að verkefnið geti ekki talist eiginleg einkaframkvæmd, en síðast í vor samþykkti Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum króna til að ljúka við gerð ganganna. Í aðdraganda verkefnisins var það kynnt sem einkaframkvæmd.

Í skýrslunni, sem unnin var af Friðriki Friðrikssyni, rekstrarráðgjafa hjá Advance, kemur fram að óvissa sé uppi um umferðarþróun og greiðsluvilja vegfarenda. „Ljóst er að gjald­skrá Vaðlaheiðarganga verður að vera tals­vert hærri en í Hval­f­irði til þess að end­ur­heimt­ur lána að fullu séu raun­hæf­ar, en gjald­skrá Hval­fjarðarganga hef­ur verið nán­ast óbreytt frá upp­hafi,“ seg­ir í niður­stöðu út­tekt­ar­inn­ar en fyrirséð er að framkvæmdin fari um 30 prósent fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.

Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Þrýstingur að norðan

Mörður segir að á sínum tíma hafi verið þrýst fast á málið að norðan. Segja megi að ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið „nauðugir viljugir“. Hann var á sínum tíma andvígur málinu enda taldi hann að verið væri að víkja frá því fyrirkomulagi, sem menn hefðu á löngum tíma komið sér saman um, að samgönguáætlun væri fylgt og að pólitísk samstaða um það væri á milli flokka og kjördæma. Hann segir miður að þær spár hafi ræst að kostnaðurinn myndi að uppistöðu til falla á ríkið. „Það hlakkar ekki í manni yfir þessu en við höfðum rétt fyrir okkur. Einkaframkvæmdarröksemdin stóðst ekki.“

Mörður, sem er í Frakklandi, tekur fram að hann hafi ekki séð skýrsluna. Hann nefnir líka að auðvitað hafi enginn séð fyrir þau áföll sem urðu við gröftinn. Sú áhætta að göngin yrðu fjármögnuð af almenningi hafi verið fyrir hendi og það hafi komið á daginn. „Það var haft rangt við. Ég sá – þegar ég fletti þessu upp  að ég sagði á sínum tíma í þinginu að þetta hafi verið keyrt í gegnum Alþingi með aðferð sem í handbolta heitir ruðningur.“

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvörunarorðin á rökum reist

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni  í júní 2012. Hann leggur áherslu á að núna verði menn að takast á við vandamálið eins og það liggur. Klára þurfi göngin og reyna að leysa úr viðfangsefninu með skynsamlegum hætti. „Á sínum tíma var bent á það að þarna gætu verið óvissuþættir sem gerðu það að verkum að ábyrgð ríkisins yrði meiri en látið var í veðri vaka.“ Hann segir að auðvitað hafi menn ekki séð fyrir vandamálin við gröftinn. „En viðvörunarorðin hafa því miður reynst á rökum reist.“ Hann bendir á að óvíst sé hversu miklar endurheimtur ríkisins verði. Ætla megi að umferð verði meiri en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „En það er algjörlega óljóst að hve miklu leyti það skilar sér í þessi göng.“

Birgir segir að þeir sem beittu sér fyrir þessari gangnagerð hafi verið keyrðir áfram af of mikilli bjartsýni og hafi látið hjá líða að taka tillit til óvissu og áhættu. „Þetta er mál sem var sérstakt að því leyti að bæði voru þetta kjördæmahagsmunir sem réðu ferðinni en það var líka þannig að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur bar ábyrgð á málinu og keyrði það áfram.“

Þvert á flokka

Frum­varp Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, þá fjármálaráðherra, sem veitti ráðherra heim­ild til að und­ir­rita lána­samn­ing við Vaðlaheiðargöng hf. um lán til ganga­fram­kvæmda fyr­ir allt að 8,7 millj­arða króna, var samþykkt á Alþingi í júní 2012. 29 greiddu atkvæði með málinu en 13 voru á móti. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis studdu málið. Þrír stjórnarþingmenn þess tíma sátu hjá; Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, Ólína Þor­varðardótt­ir og Auður Lilja Erl­ings­dótt­ir, sem var varamaður Árna Þórs Sig­urðsson­ar.

mbl.is

Innlent »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...