Tillagan algerlega óútfærð

„Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is um hugmyndir um að ekki fari fram prófkjör í höfuðborginni í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna á næsta ári heldur einungis leiðtogaprófkjör og uppstilling þegar kemur að öðrum fulltrúum á framboðslista flokksins.

Tveir aðrir stjórnarmenn í Verði, þeir Eiríkur Ingvarsson og Halldór Ingi Pálsson, hafa ásamt Arndísi gagnrýnt harðlega í blaðaskrifum hvernig staðið hafi verið að afgreiðslu málsins. Fundað verður í fulltrúaráðinu klukkan 17.15 í dag þar sem málið verður rætt. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við hitafundi þar sem hart verði tekist á. Prófkjör hafa gjarnan verið notuð til að velja á framboðslista Sjálfstæðisflokksins en þau hafa líka verið gagnrýnd. Aðallega þó eftir á ef niðurstaðan hefur ekki þótt ásættanleg að mati einhverra.

Hugmyndin um leiðtogaprófkjör óútfærð

„Prófkjör eru ekki gallalaus frekar en lýðræðið sjálft en þau eru engu að síður sú leið sem reynst hefur best þrátt fyrir allt og sem hefur verið reglan í Reykjavík. Þessi hugmynd um leiðtogaprófkjör er algerlega óútfærð og engan veginn ljóst hvernig eigi að framkvæma hana. Hvað verður til að mynda um þann sem verður í öðru sæti eða þriðja? Það er engin reynsla af þessari leið,“ segir Arndís. Við það bætist hvernig staðið hafi verið að því að leggja slíka tillögu fram á stjórnarfundi í Verði 9. ágúst sem sé algerlega óásættanlegt.

Þannig hafi verið boðaður fundur á meðan margir hafi enn verið í sumarfríi en tillagan ekki auglýst í fundarboðinu. Ekki hafi þannig legið fyrir að þetta stóra mál, hvernig valið yrði á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík, yrði tekið fyrir. Málið hafi síðan verið keyrt í gegn á þeim fundi í stað þess að fram færi umræða um það og fleiri fundir. Erfitt sé að sjá þörfina á slíkum asa vegna kosninga sem fari ekki fram fyrr en næsta vor. Komið hafi síðan verið í veg fyrir að haldinn yrði framhaldsfundur um málið í stjórninni. Óháð því hvaða leið sé talin heppilegust í þessum efnum séu þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur.

Reynt að halda almennum flokksmönnum frá 

Eiríkur tekur undir þessa gagnrýni í samtali við mbl.is. „Menn eru á harða hlaupum undan þessu máli. Formaður Varðar hefur ekki haldið vel á þessu máli að mínu mati. Það er alveg klárt að þessari tillögu var laumað inn á dagskrá stjórnarfundarins 9. ágúst. Ég get ekki fullyrt að vitað hafi verið af þessu fyrirfram en það er að minnsta kosti ljóst að tillagan var skrifleg. Þetta ber þannig allt á sér þann brag að hafa verið mjög rækilega úthugsað.“

Eiríkur segist ekkert vera frábitinn leiðtogaprófkjöri en af hans hálfu sé fyrst og fremst um að ræða gagnrýni á vinnubrögðin. Málið snúist þannig aðallega um að staðið sé eðlilega að málum við að taka þessa ákvörðun. Málið sé ennfremur hluti af stærra máli. „Við höfum horft upp á það undanfarin ár að sífellt fámennari klíka hefur viljað fara alls kyns aðrar leiðir en að hleypa hinum almenna flokksmanni að þegar kemur að röðun á framboðslista.“

Tekist hafi undir formennsku Kristínar Edwald í Verði, forvera núverandi formanns Gísla Kr. Björnssonar, að vinna saman að því að taka ákvarðanir þvert á línur og skoðanir. „Fólk einsetti sér einfaldlega að vinna sameiginlega að málum og komast sameiginlega að niðurstöðu. Það voru engin læti eða átök. Þetta finnst mér vera algert lykilatriði.“ Ekki hafi hins vegar tekist vel til við þetta í formennskutíð núverandi formanns ráðsins.

mbl.is
mbl.is

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...