Tillögur um fiskeldi kynntar ríkisstjórn

Fiskeldi á austfjörðum.
Fiskeldi á austfjörðum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir ríkisstjórninni í dag niðurstöður starfshóps um stefnumörkun í fiskeldi.

Í svari við fyrirspurn þingmannanna Björns Vals Gíslasonar og Bjarna Jónssonar, segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, að áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem unnið var fyrir starfshópinn vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislax og náttúrulegra stofna, sé mjög mikilvægt til að draga úr áhættu af erfðablöndun.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Björt nauðsynlegt að skoða hvort gera eigi strangari kröfur umfram þær sem nú eru varðandi slysasleppingar úr eldiskvíum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert