Útilokar að Nikolaj sé gerandi

Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Nikolaj Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst það útilokað,“ sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður um það hvort Nikolaj  Wil­helm Her­luf Ol­sen geti hafa verið gerandi í máli Birnu Brjánsdóttur.

Var það Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar Møller Ol­sen, sem varpaði fram spurningunni þegar Ragnar hafði skýrt frá því blóði sem fannst í rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas og Nikolaj höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar sl. þegar Birna hvarf.

Ekkert blóð á stýri og gírstöng

Páll Rúnar beindi sjónum að því að ekkert blóð hafi fundist á stýrinu, gírstönginni eða innanverðri bílstjórahurðinni í bifreiðinni. Hins vegar hafi fundist blóð á mælaborðinu farþegamegin í framsæti bílsins. Spurði hann hvort það gæti hafa verið af höndum geranda. „Það er ólíklegra,“ sagði Ragnar.

Benti hann á að við rannsóknir þar sem fólk með blóðugar hendur hefur stutt sig við eitthvað hafi yfirleitt sést skýrt handafar, en í Kia Rio-bifreiðinni hafi hins vegar verið rák á mælaborðinu. Slíkt geti til dæmis komið af tusku sem hugsanlega hafi verið notuð til að þrífa bílinn.

Verjandinn beindi athygli að Nikolaj

Páll Rúnar gekk enn harðar að Ragnari, og virtist beina athyglinni að Nikolaj. Er það í takt við skýrslu Thomasar fyrir dómi í gær þar sem hann gjörbreytti framburði sínum frá fyrri skýrslutökum lögreglu og virtist fella sök á Nikolaj. Sagði hann félaga sinn, sem var dauðadrukkinn umrædda nótt, hafa viljað eiga „prívat“ tíma með konunni. Sagði hann Nikolaj hafa keyrt í burtu með konuna og síðar hafi hann komið aftur einn. Ástæður breytts framburðar sagði hann vera að hann hafi verið stressaður og lögreglan hafi verið vond við hann.

Páll Rúnar bar undir Ragnar samskipti frá Leifi Halldórssyni þar sem hann er spurður hvort hægt sé að útiloka Nikolaj Olsen sem sakborning. Spurði hann jafnframt hvort þetta væri venjulegt í rannsóknum sem þessari. Sagði Ragnar að rannsakað sé til sektar eða sýknu og það hafi verið gert öll hans 27 ár í lögreglunni.

Spurður um það hvort hann hafi fengið spurningar um það hvort hægt væri að útiloka Thomas sem sakborning svaraði hann neitandi.

Páll Rúnar verjandi Thomasar með greipar spenntar í dómsalnum í ...
Páll Rúnar verjandi Thomasar með greipar spenntar í dómsalnum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vantaði eitthvað af fötum

Páll Rúnar gerði blóð sem fannst á fatnaði einnig að umræðuefni, eftir að Ragnar hafði farið yfir þau sýni sem fundust í bílnum og á fatnaði sakbornings. Fannst meðal annars blóð á fatnaði sem var í þvottavél í togaranum Polar Nanoq og á úlpu sem skipverjinn Inoq hafði skilið eftir í bílnum. „En ertu að segja mér að það hafi ekkert blóð fundist á fötunum sem sakborningur klæddist?“ spurði Páll Rúnar.

Ragnar vildi fá nánari útskýringu á spurningunni og því hvort hann ætti við að ekkert hafi fundist á þeim fötum sem Thomas var handtekinn í. Sagðist Páll Rúnar þá eiga við föt í hans eigu sem hann hefði klæðst aðfaranótt laugardags. „Það vantar eitthvað af fötum sem hann hefur sést í á eftirlitsmyndavélum svo ég get ekki sagt til um það, þar sem það vantar eitthvað,“ sagði Ragnar þá.

Ljóst er af vitnisburði Thomasar og spurningum Páls að við vörn Thomasar beina þeir báðir sjónum sínum að Nikolaj umrædda nótt. 

mbl.is

Innlent »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...