69 ábendingar um óþef á einum degi

Kísílverksmiðjan United Silicon stendur í Helguvík. Íbúar í nágrenni hennar ...
Kísílverksmiðjan United Silicon stendur í Helguvík. Íbúar í nágrenni hennar hafa kvartað ítrekað undan lyktarmengun. mbl.is/Sigurður Bogi

Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69.

Slökkt var á ofni verksmiðjunnar á miðvikudag í síðustu viku vegna þess að skaut í honum, sem notað er við framleiðslu kísilmálms, seig. Kvartanir undan lyktarmengun héldu þó áfram að berast og það í miklum mæli síðustu daga. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að lykt geti borist frá verksmiðjunni í 1-2 sólarhringa eftir að slökkt sé á ofninum. En í gær, þegar liðin var tæp vika, bárust tugir kvartana til Umhverfisstofnunar. Starfsmaður hennar fór að verksmiðjunni í fyrradag og staðfesti að þar væri lykt að finna. Hvað veldur henni er hins vegar enn á huldu en niðurstöðu sértækra mælinga á loftgæðum er að vænta innan skamms.

Uppkeyrsla ofnsins í United Silicon hófst að nýju í gærkvöldi. Hún tekur að minnsta kosti 1-3 sólarhringa. Á meðan henni stendur er hætta á lyktarmengun að sögn Kristleifs Andréssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Spurður hvort ólyktin sem íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað yfir síðustu sólarhringa tengist starfsemi fyrirtækisins segir hann að eftir að slökkt sé á ofninum geti lykt lagt frá honum í um 1-2 sólarhringa. „En svo berst ekkert frá ofninum eftir það.“ Kristleifur segist skilja vel að fólk sé ekki ánægt með lyktina. „Ég skil það fullkomlega.“

Nýtt skaut í bakstri

Í kjölfar þess sem gerðist í síðustu viku þarf að „baka“ nýtt skaut í ofninum. Það er gert hægt og rólega. „Á meðan þessum uppkeyrslufasa stendur eru líkur á lykt,“ segir Kristleifur. Hann segir það skýrast af því að ofninn sé á lágu álagi á meðan þessu ferli stendur.

Starfsmaður Umhverfisstofnunar fór að verksmiðjunni í Helguvík í fyrradag og þá var þar lykt að finna. „Það er því ekki ólíklegt að lyktin sem hefur verið kvartað yfir sé frá þeim, þó að þá hafi verið komnir sex dagar frá því að slökkt var á ofninum,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir þó ekki hægt að útiloka að lyktin eigi sér einnig önnur upptök. Gott veður hefur verið á Reykjanesi síðustu daga, logn og sólríkt. Þá er fólk meira úti við og einnig gætu vindáttir haft sitt að segja um þá lykt sem berst íbúum í Reykjanesbæ.

Frekari rannsóknir 

Mengandi efni í skaðlegum mæli hafa ekki mælst frá verksmiðju United Silicon. Það segir þó ekki alla söguna því mögulega eru efni í loftinu sem hafa einfaldlega ekki verið mæld. „Það er verið að gera allar mælingar sem þarf en það er ljóst að það er eitthvað sem veldur þessari lykt,“ segir Einar.

Nú er verið að reyna að fá það staðfest, m.a. með rannsóknum sem norska loftgæðastofnunin NILU hefur gert. Í þeim voru rokgjörn lífræn efnasambönd í andrúmsloftinu mæld, efni sem losna í framleiðsluferli en eyðast við ákveðnar aðstæður, s.s. mjög háan hita. Þegar ofn verksmiðju á borð við United Silicon er í fullri keyrslu eyðast efnin en sé hiti í ofninum ekki nægur geta þau farið út í andrúmsloftið.

Niðurstaðna mælinganna er að vænta innan skamms.

Kristleifur segir að þegar búið verði að keyra ofninn upp að nýju hefjist framleiðsla kísilmálms í verksmiðjunni á ný.

Annað kvöld standa samtök sem kalla sig Andstæðingar stóriðju í Helguvík fyrir íbúafundi vegna United Silicon. Fundurinn fer fram í Hljómahöllinni og hefst kl. 19.

mbl.is

Innlent »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533330
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533 3305...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...