Fimmtánfalt fleiri gestir

Ferðamenn, einkum erlendir, eru þarna tíðir gestir.
Ferðamenn, einkum erlendir, eru þarna tíðir gestir. mbl.is/RAX

Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld.

Að mati Sigurðar Ósmann Jónssonar, skipulags- og byggingafulltrúa sveitarfélagsins Ölfuss, er svæðið komið að algjörum þolmörkum. Brýnt sé að komið verði upp landvörslu á staðnum til þess að bregðast við þessari miklu og skyndilegu fjölgun ferðamanna. Undir það tekur Guðríður Helgadóttir, forstöðukona Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu frá árinu 2012, m.a. var ráðist í gerð göngustíga en Guðríður segir það ekki hafa dugað þar sem fólk noti þá ekki. Þá sé einnig mikið um sóðaskap, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »