Fjöldi borgarfulltrúa á dagskrá stjórnar

Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála, tilkynnti í vor að …
Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála, tilkynnti í vor að hann hygðst leggja frumvarpið fyrir á ný í haust. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Frumvarp um breytingar á sveitastjórnarlögum er varða fjölda borgarfulltrúa í Reykjavík var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Frumvarpið, sem var lagt fyrir alþingi á síðasta löggjafarþingi, er enn í óbreyttri mynd, en ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess þá m.a. vegna mikillar andstöðu Vinstri grænna og Pírata.

Jón Gunn­ars­son, ráðherra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála, tilkynnti þá að hann hygðist leggja frumvarpið fram að nýju á haustþingi.

Í frum­varpinu er gert ráð fyr­ir fjölg­un full­trúa í sveit­ar­stjórn þar sem íbú­ar eru 100 þúsund eða fleiri.

Áður hefur þó komið fram að ekki verður skylt að fjölga full­trú­um í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur úr 15 í að lág­marki 23 við kosn­ing­arn­ar á næsta ári, verði frumvarpið að lögum. Greindi ráðherra frá því í vor að hann telji eðlilegt að ákvörðunin sé í höndum sveitarfélaganna sjálfra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert