Raforkuskortur í Eyjum heyri sögunni til

Hið nýja spennuvirki verður vígt klukkan þrjú í dag.
Hið nýja spennuvirki verður vígt klukkan þrjú í dag. Ljósmynd/HS Veitur

Nýtt spennuvirki verður formlega vígt í Vestmannaeyjum nú klukkan þrjú. HS Veitur og Landsnet stóðu að framkvæmdinni og hefur spennustöðin þegar verið sett af stað. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS Veitna, gjörbreytir hið nýja spennuvirki nýtingarmöguleikum á rafmagni í Eyjum.

„Þetta er verkefni sem við unnum með Landsneti. Þeir lögðu 66 megawatta streng til Eyja, en það var ekki hægt að nýta hann vegna þess að það vantaði spennuvirki til að spenna niður úr 66 megawöttum í 33. Þá var ráðist í að byggja þetta spennuvirki sem við byggðum saman. Við erum með rúm sextíu prósent og þeir tæp fjörutíu. Spennuvirkið er komið í rekstur og það stendur til að vígja það formlega nú á eftir,“ segir Júlíus, en flutningsgeta eykst nú úr 25 megawöttum í um 40.

800 milljóna króna framkvæmd

Kostnaður við spennuvirkið er tæpar 800 milljónir króna. Kostnaður HS Veitna er um 520 milljónir og kostnaður Landsnets er um 250 milljónir. Aðspurður segir Júlíus að um mikla búbót sé að ræða fyrir Vestmannaeyinga. Raforkuöryggi aukist nú til muna.

„Það hefur ekki verið hægt að koma nema um 25 megawöttum til Vestmannaeyja sem hefur leitt til þess að bræðslurnar hafa ekki fengið rafmagn og við höfum lent í orkuskorti með ketilinn fyrir hitaveituna í Eyjum. Núna eykst flutningsgetan og meira þegar við höfum lagað mannvirki uppi á landi líka. Þetta gjörbreytir nýtingarmöguleikum hér í Eyjum,“ segir hann.

Spurður hvernig raforkuflutningar til Eyja séu nú í samanburði á landsvísu svarar Júlíus að nú verði hægt að flytja það rafmagn sem þurfi.

„Þetta hefur verið þannig að menn hafa ekki getað fengið rafmagn. Þá hefur þurft að keyra bræðslurnar á olíu og við þurft að keyra ketilinn til að hita upp Eyjuna á olíu að hluta. Nú heyrir það sögunni til. Möguleikar aukast líka á annarri notkun, t.d. landtengingu Herjólfs þegar hann kemur o.fl.“ segir hann.

Reisa einnig varmadælustöð

Aðspurður segir Júlíus að gangsetning spennuvirkisins hafi gengið að óskum og það virkað vel, í það minnsta þegar rafmagn hafi verið á strengnum til Eyja.

„Menn lentu í því að strengurinn bilaði og þá var ekki hægt að nýta þetta á meðan. Það hafði ekkert með spennuvirkið að gera, það kom bara ekki rafmagn til að spenna niður,“ segir hann. Júlíus segir að HS Veitur vinni nú að varmadælustöð í Eyjum.

„Við vonumst til að taka hana í gagnið næsta vor. Það er 1.400 milljóna króna framkvæmd. Með þessu munum við nýta hitann úr sjónum til að hita híbýli Vestmannaeyinga. Nú er vinna í fullum gangi við lagnir og grunn. Þeir eru að komast upp úr jörð með húsið,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Stórhættulegur framúrakstur

20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...