Grímunni líklega stolið á Menningarnótt

Gríman sem var tekin ófrjálsri hendi.
Gríman sem var tekin ófrjálsri hendi. Ljósmynd/Viðar Eggertsson

„Þegar við komum heim frá Amsterdam rákum við augun í að gríman var horfin,“ segir Viðar Eggertsson leikstjóri í samtali við mbl.is. Vegggrímu, sem hafði prýtt stöpulinn við garðshlið Viðars og eiginmanns hans, Sveins Kjartanssonar, var stolið á Menningarnótt eða nóttina áður.

Holan í veggnum þar sem gríman var.
Holan í veggnum þar sem gríman var. Ljósmynd/Viðar Eggertsson

Viðar auglýsir eftir grímunni á facebooksíðu sinni og segir í samtali við blaðamann að erfitt hljóti að hafa verið að taka grímuna af veggnum, hún hafi verið vel fest og fallið vel að veggnum.

Hann dáðist að því í ferðinni til Amsterdam að þar hafði fólk margt á framhliðum húsa sinna og á gangstéttum fyrir framan húsin og virtist það fá að vera í friði; blómapottar, bekkir og ýmislegt fleira. 

Gríman var vinsælt myndefni fólks sem átti leið um miðbæinn.
Gríman var vinsælt myndefni fólks sem átti leið um miðbæinn. Ljósmynd/Viðar Eggertsson

„Hún hefur verið mjög vinsælt myndefni bæði Íslendinga og túrista. Ég held að þetta sé ekki lýti á umhverfinu, það hafa ekki verið miklar deilur og enginn hefur beðið um að hún yrði fjarlægð,“ segir Viðar og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert