Heita laugin Guðlaug á þremur hæðum

Mynd/Basalt arkitektar ehf

Ístak mun sjá um byggingu nýrrar heitrar laugar við Langasand sem bera mun nafnið Guðlaug. Samningar hafa verið undirritaðir milli Akraneskaupstaðar og Ístaks um framkvæmdina, en verkið felur í sér uppsteypu auk tilheyrandi jarðvinnu og frágangs umhverfis. 

Í tilkynningu segir að Guðlaug verði „einkar glæsilegt steinsteypt mannvirki,“ en laugin verður staðsett í brimvarnargarðinum á Langasandi.

Mannvirkið mun þjóna fjórþættu hlutverki sem birtist í þremur hæðum þess og tröppum. Þriðja hæðin verður útsýnispallur, á annarri hæð verður heit setlaug, sturtur og tækjarými og á fyrstu hæð verður grunn vaðlaug. Á milli hæða verða tröppur sem mynda tengingu milli bakkans og fjörunnar. 

Ráðgert er að framkvæmdir hefjist á næstu dögum og verði lokið 30. júní 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert