Hvað á að hafa í huga við hamfarir?

John Richardson talar um hvernig hægt er að búa fólk, ...
John Richardson talar um hvernig hægt er að búa fólk, bæði andlega og líkamlega, undir áhrif og afleiðingar náttúruhamfara á ráðstefnu um náttúruhamfarir og viðnámsþrótt samfélaga í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar búa við stórfelldar hættur, eins og jarðskjálfta, snjóflóð og eldgos, sem fólk þarf að takast á við daglega en þó að það sé hægt að spá fyrir um að náttúruhamfarir getur verið erfitt að sjá fyrir afleiðingar þeirra. 

Þetta segir John Richardson, ráðgjafi um viðbrögð og undirbúning vegna náttúruhamfara hjá Rauða krossinum í Ástralíu, sem heldur erindi á ráðstefnu um náttúruhamfarir og viðnámsþrótt samfélaga í Hörpu sem hefst í dag og stendur til föstudags.

Viðnámsþróttur samfélaga við náttúruhamförum

Heiti fyrirlestrar hans, „Meira en þrír lítrar af vatni“, vísar í hvað fólk þarf að hafa í huga ef til hamfara kemur og fjallar um hvernig hægt er að búa fólk, bæði andlega og líkamlega, undir áhrif og afleiðingar náttúruhamfara.

„Enginn vill deyja vegna náttúruhamfara en við vitum af reynslu, sérstaklega hér á Íslandi, að áhrif hamfara geta varað í langan tíma og geta haft áhrif á fólk árum saman,“ segir Richardson í viðtali við mbl.is.

„Það sem við erum að reyna að gera, og það sem ég er að tala um, er hvernig við getum reynt að draga úr langtímaáhrifunum og hvort við getum gert það með því að vera undirbúin undir náttúruhamfarir auk þess hvað það er sem fólk getur gert til þess að undirbúa sig og til þess að minnka afleiðingarnar.“

Hátt hlutfall sjálfboðaliða björgunarsveitanna

Meðan á dvöl hans hér á landi stendur hefur Richardson heimsótt fjölda aðila sem koma að almannavörnum með einum eða öðrum hætti. Hann segir að fjöldi sjálfboðaliða björgunarsveitanna og Rauða krossins hér á landi hafi komið honum verulega á óvart. „Þeir eru um ein og hálf prósenta allra íbúa landsins en við myndum aldrei fá svona háa prósentu sjálfboðaliða í Ástralíu.“

„Þetta bendir til þess hversu seig þið eruð og þurfið að vera, vegna veðurskilyrða og hversu afskekkt þið eruð. En þið hafið líka lært af þeim fjölmörgu atvikum sem upp hafa komið, eins og jarðskjálftum, snjóflóðum og eldgosum,“ segir hann. 

Hvað þarf að hafa í huga 

Richardson nefnir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við náttúruhamfarir. Fyrst og fremst segir hann nauðsyn að vera með nóg af mat og vatni, útvarp, einhvers konar blys og brottflutningsáætlun. Þá þarf fólk að hugsa út í hvað það gerir ef það getur ekki snúið aftur heim til sín í kjölfar hamfara, hvert það getur farið og hvar það getur gist.

Þá nefnir hann mikilvægi þess að vernda þá hluti sem hafa einhverja þýðingu fyrir fólk, persónulega muni, og hafa í huga að vernda þá ef til þess skyldi koma að það þurfi að yfirgefa heimili sín. Þá þarf einnig að huga að gæludýrum og öðrum húsdýrum og vera með áætlun fyrir þau.

Hægt að spá fyrir um eldgos en ekki afleiðingar þess

Ísland er mjög virk eyja og margt sem hætta stafar af en þar má meðal annars nefna jarðskjálfta, eldgos og snjóflóð. „Þetta eru stórfelldar hættur sem fólk þarf að takast á við daglega,“ segir Richardson og bætir við: „Það er hægt að segja fyrir um hvort eldgos muni eiga sér stað en það er erfitt að spá fyrir um afleiðingar þess, hvaða áhrif það hefur.“

„Það er margt sem fólk þarf að vera meðvitað um og það er erfitt á fallegum dögum þegar veðrið er gott og sólin skín, fólk hugsar ekki endilega um þessa hluti þá,“ segir hann.

Ferðamenn í aukinni hættu

Þá segir hann að ferðamenn séu í aukinni hættu vegna þess að þeir þekkja ekki umhverfið og hver áhættan er eða hverjar afleiðingarnar geta verið. „Þeir ferðast um áhættusvæði og ég veit að þetta er eitthvað sem stjórnvöld hugsa mikið til og gera áætlanir um.“  

Richardson heldur annað erindi eftir hádegi í dag þar sem hann mun fjalla um andlegar afleiðingar náttúruhamfara en fyrir fimm árum áttu sér stað skæðir skógareldar í Ástralíu sem höfðu í för með sér ófyrirsjáanlegar andlegar afleiðingar sem fólk er enn að takast á við fimm árum seinna.

Ráðstefnan kallast IDRiM2017 og er haldin í samvinnu við Öndvegissetrið NORDRESS, sem stýrt er af Háskóla Íslands en hér er hægt að sjá dagskránna. 

mbl.is

Innlent »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...