Pysjutíminn að hefjast í Eyjum

Vinirnir Leon Drannaschk (t.v.), frá Berlín, og Eyjapeyinn Elmar Erlingsson …
Vinirnir Leon Drannaschk (t.v.), frá Berlín, og Eyjapeyinn Elmar Erlingsson komu með áttundu pysju haustsins í pysjueftirlitið í gær. Ljósmynd/Sæheimar

„Pysjutíminn er rétt að byrja, ég spái því að fjörið nái hámarki um miðjan september,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag.

Í gærmorgun höfðu átta lundapysjur borist pysjueftirliti Sæheima. Sú áttunda vó 240 grömm, en meðalþyngd lundapysjanna í fyrra var 270 grömm. Pysjurnar eru yfirleitt í léttari kantinum fyrst á tímabilinu. Pysja sem fannst á Brimhólabraut og var vigtuð á mánudag var þó 310 grömm og var því með þyngstu lundapysjum.

Margrét sagði að starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands hefðu litið í lundaholur og metið varpárangur. Hún sagði að þeir væru nokkuð bjartsýnir á afkomu lundans. Í fyrra var komið með 2.639 lundapysjur í eftirlitið og 2015 var slegið met þegar komu 3.827 pysjur. Það eru bestu haustin síðan pysjueftirlitið byrjaði árið 2003.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert