„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Kristín Steinsdóttir við vörðuna í Dísubotnum í Stafdal.
Kristín Steinsdóttir við vörðuna í Dísubotnum í Stafdal. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var búin að hugsa mikið um þetta, ég er Seyðfirðingur og þetta fór svo í taugarnar á mér þegar ég var lítil. Mér fannst þessi stúlka alltaf hafa verið gerð að hálfgerðum kjána, að hún vildi fara klæðalítil yfir hæðina eins og segir í þjóðsögum,“ segir Kristín Steinsdóttir rithöfundur í samtali við mbl.is um afhjúpun minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem lést á voveifanlegan hátt í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797.

Kristín á frumkvæði að gerð minningarskjaldarins og segir kominn tíma á að Dísu verði minnst á annan hátt en sem draugs sem ásótti fólk og kvaldi. Gengið verður upp að skildinum kl. 17 í dag, en Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur stikað þangað nýja gönguleið.

„Árin liðu og í hvert skipti sem mér datt í hug þessi saga varð ég reiðari fyrir hennar hönd. Svo fór ég að kynna mér þetta dálítið vel og endaði með því að skrifa skáldsögu, sem heitir Bjarna-Dísa og kom út árið 2012. Ég skrifaði bæjaryfirvöldum þegar ég var komin þetta langt og sagði við þau að ef mér tækist að selja bókina vel vildi ég bjóða þeim upp á samstarf,“ segir Kristín.

Samstarfið var á þá leið að Kristín bauðst til að kaupa minningarskjöld sem Seyðfirðingar myndu sjá um að koma upp í Dísubotni, þar sem Þórdís var grafin í fönn og drepin. „Bókin seldist grimmt og nú er komið að þessu,“ segir Kristín.

Einungis draugsímyndarinnar minnst

Kristín segir kominn tíma á að Þórdís fái uppreist æru og að hennar verði minnst sem ungrar konu sem var drepin vegna hjátrúar og fáfræði leitarmannanna.

„Eins og maður segir við alla hrokagikkina sem segja; „Hvað er þetta manneskja, ætlar þú að fara að reisa minnismerki um draug?“ Þá segi ég bara; „Bíddu, bíddu, bíddu, ef að draugar hafa yfir höfuð verið til, þá hafa þeir í upphafi allir verið manneskjur. Það er manneskja á bakvið hvern draug.“

Í þessu tilfelli er það bara draugsímyndin um hana Dísu sem er Þórdís Þorgeirsdóttir og ekkert annað. Það er voðalega ljótt hvernig var farið með þessa stúlku. Hún var bara vinnukona, hún hafði gaman af því að vera fín og hver hefur ekki gaman af því að vera fínn? Hún var fátæk, hún var lagleg, en hún mátti það ekki því að hún var bara vinnukona og átti bara að vera í sínu standi,“ segir Kristín.

Minningarskjöldurinn á vörðunni.
Minningarskjöldurinn á vörðunni. Ljósmynd/Aðsend

Lýst af hroka í þjóðsögunni

„Henni er lýst af svo miklum hroka í þjóðsögunni, sem hrokagikk sem vildi bara klæða sig eins og menn gera í erlendum stórborgum. Það er talað svo illa um hana og henni er ekki gefinn neinn séns,“ segir Kristín, sem telur það lið í kvennabaráttunni að rétta hlut Þórdísar í sögunni.

„Þetta fór alltaf svolítið mikið í taugarnar á mér og fer ekki síður enn þann dag í dag. Mér finnst þetta vera ákveðinn liður í kvennabaráttunni að koma Dísu alla leið sem konu.“

Sorgleg örlög Bjarna-Dísu

Þórdís, sem var frá Eskifirði, lagði upp í ferðalag yfir Fjarðarheiði ásamt Bjarna bróður sínum í nóvembermánuði árið 1797. Þau lögðu upp frá Þrándarstöðum á Héraði og hugðust ganga til Seyðisfjarðar.

Þau lentu í miklu óveðri og snjóbyl og villtust af leið. Ákváðu þau því að grafa sig í fönn en síðan freistaði Bjarni þess að ná til byggða eftir hjálp. Hann komst við illan leik að bænum Firði í Seyðisfirði, en ekki var hægt að leita að Þórdísi fyrr en veður lægði, fimm dögum síðar.

Dísa hírðist ein í fönninni allan þann tíma, ekki með neitt til matar nema böggul með hangikjöti og kút af brennivíni. Leitarmennirnir fundu Dísu neðarlega í Stafdal og var hún þá mjög illa haldin. Leitarmennirnir, þar á meðal Bjarni bróðir hennar, höfðu talið hana af, sem eðlilegt má teljast. Er hún sýndi hins vegar lífsmark töldu þeir hana afturgöngu og drápu hana.

Þórdís var jarðsett að Dvergasteini við Seyðisfjörð, en illt nafn fylgdi henni ætíð síðan.  Þjóðsagan segir að hún hafi gengið aftur, lagst á fólk og kvalið. Bjarni bróðir hennar eignaðist þrettán börn sem öll létust og segir sagan að það hafi verið vegna bölvunar Dísu.

mbl.is

Innlent »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

Sjálfskapað víti í morgunsárið

10:06 Loga leið ekki vel í morgun þegar hann vaknaði og að eigin sögn hefði hann ekki slegið hendinni á móti einni Mix flösku. Aðspurður hvernig það tengdist því að ná betri heilsu sagði Logi að þetta væri gott húsráð við ákveðnu ástandi. Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
Herraskór
Herraskór úr leðri í stærðum 39-47 á aðeins kr. 9.990 - Allt á að seljast! Lauga...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...