4.000 heimsóknir

Samhliða stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni hefur ríkisskattstjóri hert mjög skatteftirlitið.
Samhliða stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni hefur ríkisskattstjóri hert mjög skatteftirlitið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri.

Samkvæmt upplýsingum Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra hefur embættið hert mjög skatteftirlit með aðilum sem falla undir ferðaþjónustu og tengda starfsemi. Hið sama á við um verktaka sem annast mannvirkjagerð.

„Velta í þessum atvinnugreinum hefur verið að aukast mikið frá fyrri árum sem er ein og sér sjálfstætt tilefni til að fjölga skoðunum. Ennfremur höfðu ábendingar borist um að ekki væri fylgt reglum um tekjuskráningu, grunur var um að starfsmenn væru á duldum launum og skil á vörslusköttum voru talin athugunarverð,“ segir í samantekt um skatteftirlitið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert