Dísa leitar að sandi í Fossafirði

Sanddæluskipið Dísa.
Sanddæluskipið Dísa. mbl.is/Árni Sæberg

Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð.

Leyfið gildir til ársloka og tekur til tilraunadælingar á allt að 300 rúmmetrum af möl og sandi. Til stendur að sanddæluskipið Dísa taki sex sýni, allt að 50 rúmmetrum hvert sýni.

Í leyfinu kemur fram að vegna framkvæmda við Dýrafjarðargöng, auk annarra fyrirhugaðra verkefna á Vestfjörðum, leiti Björgun ehf. að möl og sandi sem uppfylli efniseiginleika til notkunar í steinsteypu og fyllingar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að með  tilraunatökunni á að afla sýna til að rannsaka efniseiginleika malar og sands í botni Fossfjarðar, með tilliti til notkunarkrafna í framangreindum verkefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert