Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

iDrög að setustofu á fyrirhuguðu hóteli á Suðurlandsbraut 18.
iDrög að setustofu á fyrirhuguðu hóteli á Suðurlandsbraut 18. Teikning/Helen Wentzel og Hubert Zandberg/Birt með leyfi

Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu.

Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Félagið er jafnframt að byggja hótel á Tryggvagötu.

Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hjá Festi, segir að ef áformin gangi upp verði hægt að opna hótelið fyrir sumarið 2019. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag staðfestir hann að ef viðræðurnar gangi upp muni nýtt vörumerki koma á íslenska hótelmarkaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert