Líkir búnaði Engeyjar við komu skuttogaranna

Löndun undirbúin úr Engey á Grandagarði í gær. Allt vinnulag …
Löndun undirbúin úr Engey á Grandagarði í gær. Allt vinnulag breytist um borð í skipinu með nýjum og fullkomnum búnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki.

Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, segir að búnaðurinn í Engey RE hafi vakið athygli um allan heim og segja megi að beðið hafi verið eftir þeim lausnum sem eru um borð í skipinu.

Nokkrar tafir urðu á því að skipið kæmist til veiða, en Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að það muni gleymast þegar fram í sæki.

„Þetta sjálfvirka lestarkerfi er stærsta breyting í útgerð ísfisktogara frá því að skuttogararnir komu á áttunda áratugnum,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um skipið, búnaðinn og veiðiferðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert