Lambakjötið hluti af því að heim­sækja Ísland

Ljúffengt lambakjöt borið á borð.
Ljúffengt lambakjöt borið á borð. mbl.is/Árni Sæberg

„Þó að ég sé alinn upp í sveit fer fjarri því að ég skilji íslenskt landbúnaðarkerfi – eða sýni því skilning í núverandi mynd.“ Svo hefst pistill Hjálmars Gíslasonar, vörustjóra hjá Qlik og stofnanda Datamarket, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni um helgina og vakið hefur mikla athygli.

Hjálmar viðrar þar hugmyndir sínar um sóknarfæri í markaðssetningu íslensks lambakjöts í kjölfar umræðunnar undanfarin misseri um þann vanda sem blasir við í sauðfjárrækt hér á landi.

„Rétt eins og Villi Naglbítur er ég nefnilega þeirrar skoðunar að „fátt sé betra en íslenska lambakjötið“. Ég hef stundum reynt að sannfæra mig um að þetta sé bara einhver rómantík í mér og vani við það sem ég er alinn upp við, en reynsla mín af lambakjöti annars staðar í heiminum, sem og viðbrögð útlendinga sem ég hef séð smakka hið íslenska eru á skjön við það,“ skrifar Hjálmar.  

Eftirspurnin ekki vandamálið

Hann er búsettur í Boston og kveðst hann vita til þess að þar bíði fólk með eftirvæntingu eftir að íslenska lambakjötið fáist í Whole Foods þar sem það er fáanlegt aðeins í nokkrar vikur í sláturtíðinni á haustin þar sem verslunin vill einungis selja það ferskt.

„Þetta er ekki þannig að það sé ekki eftirspurn eftir þessu, þetta selst alveg í Whole Foods þegar það kemur ferskt og fólk sem kynnist lambakjöti finnst það mjög gott,“ segir Hjálmar í samtali við mbl.is.

Hjálmar Gíslason.
Hjálmar Gíslason. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þá í rauninni fór ég að velta fyrir mér að erfiðleikarnir eru svolítið þeir að með svona litla framleiðslu annars vegar og hins vegar svona stóran markað þá er kannski erfitt að ætla sér að fara í einhverja breiða markaðsherferð og ætla að selja um öll Bandaríkin eða alls staðar í Evrópu eða eitthvað svoleiðis. Af hverju snúum við þessu ekki bara við og gerum þetta að parti af því að heimsækja Ísland? Þetta er dýr lúxusmatur sem allir sem koma til Íslands verða að smakka,“ útskýrir Hjálmar, sem kveðst þó ekki vera neinn sérfræðingur í markaðssetningu lambakjöts.

Koma þarf ferðamönnum á bragðið

Aftur á móti sjái hann tækifæri felast í því að koma ferðamönnum sem sækja landið heim „á bragðið“ og þannig sé hægt að koma skilaboðunum víðar og jafnvel skapað frekari eftirspurn víða um heiminn.

„Ísland er náttúrulega með jákvæða ímynd heilt yfir en það er líka verið að búa til ákveðna ímynd,“ segir Hjálmar og vísar þar til að mynda í markaðssetningu íslenskrar náttúru í gegnum „Inspired by Iceland“.

„En þegar kemur að matnum þá byrjum við á því að tala um svið og kæstan hákarl, sem er fyndið og skemmtilegt af því að flestum finnst það bæði vont og ógeðslegt, en við erum ekki að tala um hvað við eigum í rauninni frábæran mat, ekki bara lambakjötið heldur líka frábæran fisk og annað sjávarmeti og svo framvegis,“ segir Hjálmar. Hann kveðst hafa tröllatrú á íslensku lambakjöti en pistil hans í heild sinni má sjá hér að neðan.

mbl.is

Innlent »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

05:30 Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar tjóns á tveimur kvíum. Önnur er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði. Meira »

Lendi á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Peningaskápur eldtraustur
Til sölu VICTOR peningaskápur Hæð,99 cm breidd,58 cm kr.48 þúsund. uppl. sulu...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...