Hraðahindranir tefja rafvæðingu Strætó

Strætó bs. pantaði níu rafvagna frá kínverska framleiðandanum.
Strætó bs. pantaði níu rafvagna frá kínverska framleiðandanum. mbl.is/

Hraðahindranir á götum í Reykjavík tefja rafvæðingu strætisvagnaflotans á höfuðborgarsvæðinu og hefur afhending fjögurra rafvagna dregist um nokkra mánuði vegna þessa. Þetta segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., í viðtali við Fréttablaðið í morgun.

Í fréttinni segir að afhending rafvagnanna, sem áttu að vera komnir á göturnar í júní, hafi dregist vegna breytinga sem kínverskir framleiðendur vagnanna þurftu að gera á þeim til að mæta því álagi sem fylgir því að aka yfir hraðahindranir.

Vagnarnir þurfi nýja og betri styrkingu til að þola högg frá hraðahindrunum borgarinnar.

Eftir upphaflegu seinkunina var stefnt að afhendingu vagnanna um næstu mánaðamót, en ljóst er nú að afhendingin dregst enn frekar og liggur enginn dagsetning fyrir.

Vagnarnir, sem kosta um 66 milljónir hver, eiga að geta ekið 320 kílómetra á einni hleðslu og pantaði Strætó bs. níu vagna alls. Samanlagt munu þeir draga úr mengandi útblæstri sem nemur þúsundum tonna á hverju ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert