Verðhrunið ægilegt áfall

Kindur í kró. Sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% ...
Kindur í kró. Sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á afurðaverði til bænda. mbl.is/Atli Vigfússon

 „Það er hálfsúrrealískt að tala um að 26% lækkun leggist vel í mann, en þetta er þó í rétta átt,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Mbl.is greindi frá því í gær að Slát­ur­fé­lag Suður­lands greiði um fjórðungi lægra dilka­verð til sauðfjár­bænda núna, sam­an­borið við árið í fyrra, en aðrir sláturleyfishafar  hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á afurðaverði til bænda. 

„Þetta eru skárri verð en fram hafa komið og að því  leyti erum við ánægð með það,“ segir Oddný Steina og kveðst þó ekki alveg vita hvað hún eigi að lesa í ákvörðun SS. „Mögulega er fyrirtækið að taka einhverja samfélagslega ábyrgð með þessu, en þetta er engu að síður gríðarleg lækkun og breytir því ekki að staðan er alveg skelfileg fyrir reksturinn.“ 

Lengi reynt að afstýra þróuninni

Verðskrá SS var gefin út í gær og eru verð að jafnaði 26% lægri en í fyrra. Kílóverð fyr­ir lömb í al­geng­asta flokki R2, lækk­ar úr 649 krón­um við upp­haf slát­urtíðar í fyrra, í 481 krónu nú. Steinþór Skúla­son, for­stjóri SS, sagði í sam­tali við mbl.is, SS greiða 17-18% hærra verð fyr­ir kjötið en aðrir slát­ur­leyf­is­haf­ar. „Við borguðum fimm til sjö pró­sent meira en aðrir í fyrra og staðan er sú núna að við erum að borga 14 pró­sent meira, sam­kvæmt verðskrá,“ sagði hann.

Oddný Steina segir trúlegt að einhverjir muni þurfa að bregða búi vegna stöðunnar sem nú er uppi.

„Þetta hrun í verðum sem blasir við er ægilegt áfall,“ segir hún. Verðskrárnar  frá öllum stóru sláturleyfishöfnum eru komnar, en þó ekki frá öllum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og höfum í marga mánuði verið að reyna að finna einhverjar eðlilegar leiðir til að afstýra þessari þróun.“

Gríðarleg áhrif á mörg samfélög

Landsambandið hefur átt í viðræðum við stjórnvöld síðan í mars.  „Um einhverjar aðgerðir sem við teljum fullkomlega eðlilegt að grípa til þegar eitthvað svona er að gerast, af því að þetta hefur líka gríðarleg áhrif á mörg samfélög í landinu.“

Fimm mánuðir eru frá því að þær viðræður hófust og segir Oddný Steina landbúnaðarráðuneytið í samvinnu við forsætis- og fjármálaráðuneyti  vinna að tillögum. „Við erum ekki enn farin að sjá útfærðar leiðir sem að við sjáum að taki á þessu, en það kemur vonandi fljótlega.“

Hún segir þó orðið mjög seint að taka á ástandinu þar sem mikill skaði sé þegar skeður. „Raunar er þegar of seint að taka þessu því menn eru búnir að leggja út í allan kostnað fyrir næsta vetur og þurfa á næstu vikum að hvað þeir setji á af fé í vetur.“

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir verðfall í greiðslum ...
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir verðfall í greiðslum sláturhúsa til bænda vera áfall. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

Í gær, 12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

Í gær, 12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...