Fjölskyldan verður send úr landi

Sunday, Mary og Joy.
Sunday, Mary og Joy. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kærunefnd útlendingamála hefur synjað nígerísku hjónunum Sunday Iserien og Joy Lucky um endurupptöku á máli þeirra og þar með staðfest ákvörðun um að senda þau og átta ára gamla dóttur þeirra Mary úr landi og til Nígeríu. 

Gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni

Hjónunum barst synjunin í dag, en þau hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Hingað kom fjöl­skyld­an í leit að betra lífi eft­ir að hafa upp­lifað of­beldi, fá­tækt, hót­an­ir og gríðarleg áföll í heima­land­inu og á Ítal­íu þangað sem þau flúðu fyr­ir níu árum. Þar var Joy fórn­ar­lamb man­sals, en Sunday hafði upp­lifað póli­tísk­ar of­sókn­ir í heima­land­inu.

Hér á landi líður þeim vel, eins og fram kom í viðtali við þau á mbl.is í síðasta mánuði, þar sem þau sögðust jafnframt upplifa öryggi í fyrsta sinn í áratug. Sunday hefur starfað hjá sama byggingafyrirtæki síðastliðið eitt og hálft ár, og Joy hefur sótt íslenskunámskeið og kirkju hér á landi. Þá gengur Mary í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Hér líður henni vel og hefur náð góðum tökum á íslensku. Hún er fædd á Ítalíu og hefur aldrei búið í Nígeríu.

Frétt mbl.is: Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

Biðluðu til almennings

Hjón­in biðluðu fyrr í sumar til al­menn­ings og stjórn­valda að skoða málið og leyfa þeim að vera áfram hér á landi, en þau segja dauðann bíða sín í heima­land­inu. Þá voru undirskriftir 2.500 Íslend­inga af­hent­ar full­trúa dóms­málaráðuneyt­is­ins fyrr í mánuðinum, þar sem þess var kraf­ist að mál fjölskyldunnar yrði endurskoðað.

Þeir sem hafa kynnst hjónum við nám og starfi bera þeim góða söguna, og segja þau standa sig afburða vel. 

Joy er þó illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar. Hún glímir við undirliggjandi andleg veikindi og hefur hrakað mjög mikið á seinustu vikum og mánuðum. Nú nýlega var henni vísað á bráðadeild og hefur hún hlotið aðhlynningu þar, og er í áframhaldandi meðferð.

Réttur barna oft brotinn

Þá hefur fjölskyldan fundað með umboðsmanni barna þar sem fram kom að embættið teldi að í mál­um sem þess­um væru rétt­indi barna oft brot­in þegar rétt­ur þeirra til að tjá sig væri sniðgeng­inn. Ekki væri hægt að ákv­arða um hags­muni barna eða hafa þá að leiðarljósi ef sjón­ar­mið þeirra væru ekki tek­in til greina.

Í nýj­um út­lend­inga­lög­um seg­ir í 25. gr. að hags­mun­ir barns skuli hafðir að leiðarljósi. Barni sem myndað get­ur eig­in skoðanir skuli tryggður rétt­ur til að tjá sig í máli sem það varðar og tekið skuli til­lit til skoðana þess í sam­ræmi við ald­ur og þroska.

„Við málsmeðferð fjölskyldunnar er því haldið fram af hálfu stjórnvalda að þau hafi það sem bestu [sic] fyrir Mary að leiðarljósi en það getur ekki staðist skoðun að það sé barni fyrir bestu að vera rifið upp með rótum og flutt til lands þar sem það hefur aldrei búið, og framtíð þess er ekki tryggð. Fjölskyldan átti fund með embætti umboðsmanns barna sem hefur lýst yfir áhyggjum sínum af málefnum barna sem óska eftir vernd hér á landi,“ segir í tilkynningu frá No Borders Iceland vegna málsins.

Tengsl við landið virt að vettugi

Segir þar jafnframt að litið hafi verið fram hjá því með öllu að Joy og fjölskylda hennar eigi enn þá á hættu að sæta ofsóknum af hálfu þeirra sem seldu hana í vændi fyrir hartnær áratug. „Vísað er til þess að hún geti leitað til yfirvalda þar í landi en margvíslegar skýrslur benda til þess að yfirvöld séu ýmist ekki hæf eða of spillt til að takast á við slík mál og að íbúar landsins treysti ekki yfirvöldum fyrir slíkum málum. Þá hafa tengsl fjölskyldunnar við landið einnig verið virt að vettugi.

Fjölskyldan var með gilt dvalarleyfi á Ítalíu þegar þau komu hingað, vegna reynslu Joy og aðstæðna þeirra. Þau ákváðu að yfirgefa Ítalíu vegna stöðugra hótana samlanda Joy sem standa að baki mansali og vonuðust til að Ísland yrði friðsælli staður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...