Meiri þörf en í venjulegu árferði

Almennt er talið að það þurfi 1.800-2.000 nýjar íbúðir inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu í venjulegu árferði en að meira þurfi einmitt nú til þess að mæta uppsafnaðri þörf. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

„Ef litið er á fjölda eins og tveggja ára gamalla íbúða sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári eru þær ótrúlega fáar. Samkvæmt þinglýsingargögnum voru einungis seldar 515 eins og tveggja ára íbúðir á árinu 2016 og 532 á árinu 2015. Það sem af er árinu hafa einungis verið seldar um 250 nýjar íbúðir.

Sé litið á sams konar tölur frá stærstu bæjunum á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2007 sést að mun meira var selt af nýjum íbúðum á því ári,“ segir í Hagsjánni sem kom út í morgun.

Mestallar upplýsingar Þjóðskrár Íslands um fasteignamarkaðinn á Íslandi byggja á þinglýstum kaup- og leigusamningum. Þar má nefna vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu og tölur um ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis.

„Ætla má að nánast öllum samningum um viðskipti með íbúðarhúsnæði sé þinglýst og því gefa þessar upplýsingar góða mynd af því sem gerist á fasteignamarkaði.

Það hefur einkennt umhverfi byggingastarfseminnar að opinberar tölur um hversu mikið er verið að byggja hverju sinni eru jafnan af skornum skammti. Þetta var sérstaklega áberandi á árunum 2005-2008 þegar byggingastarfsemi var veruleg og lítið gert af því að áætla þörf og viðhafa samstarf milli sveitarfélaga. Á þeim árum gerði Landsbankinn tilraun til þess að fylgjast með hvað var að gerast með beinum talningum og síðustu ár hafa Samtök iðnaðarins haldið sams konar talningum áfram. Opinberar tölur, t.d. frá sveitarfélögum, hafa hins vegar verið mikið á reiki,“ segir í Hagsjánni.

40% í Garabæ en innan við 5% í Reykjavík

Sé litið á hlutfall nýrra íbúða af öllum seldum íbúðum sést að staðan er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. Í Garðabæ var u.þ.b. 40% af sölu íbúða nýjar íbúðir árið 2016 og sama gildir um það sem af er 2017. Hlutfallið fyrir Reykjavík er hins vegar innan við 5%.

„Það hlýtur að koma á óvart að þinglýstir kaupsamningar um sölu á nýjum íbúðum eru tiltölulega fáir. Samningar á árinu 2016 voru alls 515 sem er nokkuð langt frá áætlaðri þörf og þeirri umræðu að mikil byggingastarfsemi sé í gangi. Miðað við mikla verðhækkun á markaðnum ættu nýjar íbúðir að seljast hratt og engar vísbendingar eru uppi um að erfitt sé að selja nýbyggðar íbúðir. Opinberar tölur um fjölda þinglýstra kaupsamninga ættu samt að gefa góða mynd af núverandi þróun,“ segir í Hagsjánni en hana er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is

Innlent »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...