Ber vitni fyrir luktum dyrum

Sebastian Kunz ber vitni fyrir luktum dyrum.
Sebastian Kunz ber vitni fyrir luktum dyrum. mbl.is/Hanna

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hend­ur Thom­asi Møller Ol­sen, sem ákærður er fyr­ir að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur þann 14. janú­ar síðastliðinn, er áfram haldið í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Fyrstur á vitnalista er Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur sem framkvæmdi réttarkrufningu á líki Birnu. Dómari tók til máls við upphaf þinghalds og sagði að ákveðið hefði verið að vitnisburður Kunz færi fram fyrir luktum dyrum vegna þess að viðkvæm persónuleg atriði um heilsufar Birnu myndu koma fram í máli hans. Þá yrðu einnig birtar myndir. Hvorki ákæruvald né verjandi gerðu athugasemd við það.

Er óskað eftir þessu að beiðni fjölskyldu Birnu en dómari sagði við upphaf þinghalds að málið hefði haft mikil áhrif á fjölskyldu hennar. Var meðal annars lagt fram vottorð frá séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti.

Aðrir sem munu bera vitni í dag eru Mario Darok sem einnig er rétt­ar­meina­fræðing­ur, Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn sem stýrði rann­sókn­ máls­ins, Sig­urður Páll Páls­son geðlækn­ir og fleiri. Er þetta þriðji síðasti dagur aðalmeðferðar og gert er ráð fyrir að vitnaleiðslum ljúki um ellefuleytið. Munnlegur málflutningur fer fram eftir hádegi.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert