Hætta akstri til Þórshafnar

Akstur strætisvagna frá Húsavík til Þórshafnar verður lagður af vegna …
Akstur strætisvagna frá Húsavík til Þórshafnar verður lagður af vegna niðurskurðar. Óánægja er með þessa ákvörðun fyrir norðan Ljósmynd/Elías Pétursson

„Það er ljóst að sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur verulegar áhyggjur af málinu. Áhrifanna gætir raunar víðar en hjá okkur því leiðin liggur í gegnum brothættar byggðir eins og Raufarhöfn og Kópasker,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.

Stjórn Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur samþykkt að fella niður akstur strætisvagna milli Húsavíkur og Þórshafnar, leið 79-B.

Illa hefur gengið að reka almenningssamgöngur á svæðinu og á þessi niðurskurður að spara 12 milljónir króna á ári. Eyþing hefur rekið tvær strætóleiðir í samstarfi við Vegagerðina og Vegagerðin hefur krafist aðgerða, ellegar fáist ekki fyrirgreiðsla til að halda verkefninu áfram. Mikill taprekstur hefur verið af strætisvagnaakstri Eyþings, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert