Meðal þeirra bestu í ofurhlaupum

Í apríl fór ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson í aðgerð á nára og segist ekki hafa náð að æfa eins og hann vildi eftir það. Engu að síður sigraði hann í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og í gær endaði hann í sjötta sæti í einu sterkasta ofurhlaupi ársins, sem er hluti af fjórum fjallamaraþonum í Mt. Blanc í Frakklandi. Var hann á tímanum 11 klukkustundir og 14 mínútur að því er fram kemur á hlaup.is. Með því stimplar hann sig enn á ný sem einn af öflugari ofurhlaupurum í heiminum í dag.

Þorbergur hljóp svokallað CCC hlaup sem var 101 kílómetri auk þess sem hækkunin nam um 6.100 metrum. Hann tók einnig þátt í hlaupinu síðustu tvö ár, en árið 2015 var hann í 15. sæti og í fyrra í 9. sæti. „Ég átti góðan dag, það var kalt, en það henntar mér miklu betur,“ segir Þorbergur í samtali við mbl.is.

Kominn á stall þeirra bestu

Hann segir að tíminn sinn hafi verið talsvert betri í fyrra, en þó sé ekki alveg hægt að miða tímana saman, enda hafi brautinni verið breytt í ár vegna mikilla rigninga og hættu á aurskriðu. Segist hann vera gríðarlega sáttur með árangurinn, enda hafi keppnin í ár einnig verið sterkari en síðustu ár.

Það verður ekki hjá því komist að spyrja Þorberg að því eftir þessa frammistöðu, í þessari stóru keppni sem um 2.150 manns tóku þátt í, hvort hann sé ekki kominn á stall með þeim bestu í ofurmaraþonhlaupum í heiminum. „Jújú, ætli það sé ekki bara orðið þannig,“ segir Þorbergur hógvær um árangurinn.

Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær eftir 101 ...
Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær eftir 101 kílómetra hlaup við Mt. Blanc. Ljósmynd/aðsend

Gat ekki æft af fullum krafti

Þorbergur segist hafa verið duglegur í sumar að „safna hæðarmetrum,“ en þar á hann við að hlaupa upp og niður í fjalllendi. Hann segir að vegna aðgerðarinnar hafi hann aftur á móti ekki getað beitt sér af fullum krafti, en að reynsla, hlaupagrunnurinn sem hann hafi byggt upp og regluleg hæðametrasöfnun hafi greinilega skilað sér. „Maður verður að fá þreytu í fæturna og kunna að hlaupa á þreyttum fótum,“ segir hann.

Þá fór Þorbergur einnig erlendis til að æfa sig í talsverðri hæð, t.d. á Tenerife og í Ölpunum. Það hafi komið sér vel í dag, enda er hlaupið nokkuð hátt og sem fyrr segir er gríðarleg hækkun.

Andlega hliðin skiptir miklu máli

Spurður hvernig honum hafi liðið á meðan hlaupinu stóð segir Þorbergur að eftir 50 kílómetra sé komin mikil þreyta í fæturnar og smá andleg bugun. Þá skipti öllu að halda höfðinu í lagi og passa upp á að næra sig mikið til að halda líkamanum gangandi orkulega. Segir hann hlaup sem þetta vera mjög kaflaskipt þegar komi að þessum andlega þætti.

Næring í ofurhlaupum getur skipt öllu máli og Þorbergur segir að hann „carbo loadi“ dagana fyrir með að borða mikið af kolvetnum líkt og almennt, en á móti dragi hann úr æfingum. Hlaupadaginn fái hann sér svo brauð, banana og hnetusmjör um morguninn og í hlaupinu dæli hann í sig svokölluðum GU-gelum, allt að þremur á klukkustund. Til að fá aukna fjölbreytni í magann á meðan á hlaupinu stendur fær hann sér einnig Snickers, kók, orkudrykki og appelsínur.

Aðstæður við Mt. Blanc voru að sögn Þorbergs frábærar fyrir Íslendinga í gær. Hitastigið hafi verið frá 3-17°C og þegar ofar dró og hitinn fór undir 10°C segir hann að sér hafi liðið vel. Erlendir hlauparar þoli jafnan hitann betur, en Þorbergur segir að 3°C passi sér mjög vel þegar hann sé á hlaupum.

Þorbergur Ingi Jónsson á hlaupum í gær.
Þorbergur Ingi Jónsson á hlaupum í gær. Ljósmynd/Aðsend

Átta Íslendingar hlupu við Mt. Blanc

Þorbergur var ekki eini Íslendingurinn sem tók þátt í ofurhlaupunum í gær, en átta þátttakendur frá Íslandi hófu hlaup.

Í svokölluðu OCC hlaupi sem er 56 kílómetrar hlupu þær Melkorka Kvaran og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir. Í CCC flokkinum sem Þorbergur var í hljóp einnig Davíð Vikarsson. Í UTMB flokkinum þar sem hlaupið er 171 kílómetri voru þeir Ágúst Kvaran, Börkur Árnason, Hall­dóra Matth­ías­dótt­ir Proppé og Gunnar Júlísson.

Þrátt fyrir að vera nýbúinn með þessa 100 kílómetra er Þorbergur með plön fyrir næsta ár, en hann stefnir á að fara á heimsmeistaramótið í ofurhlaupum á Spáni í maí á næsta ári þar sem hlaupið er 85 kílómetrar. „Þar ætla ég að vera í toppstandi og miða allt við það hlaup,“ segir hann, en í hlaupinu þarf að hækka sig um 5.000 metra. Þá horfir hann einnig til bandaríska meistaramótsins í San Francisco, en það hlaup eru 80 kílómetrar.

Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær. Hann endaði ...
Þorbergur Ingi Jónsson kemur í mark í gær. Hann endaði í sjötta sæti af rúmlega 2.000 keppendum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...