Falsaðir ráðningarsamningar þekkt vandamál

Grunur leikur á að ráðningarsamningar starfsmanna fyrirtækisins Korman hafi verið ...
Grunur leikur á að ráðningarsamningar starfsmanna fyrirtækisins Korman hafi verið falsaðir. Fyrirtækið starfaði tímabundið við Þeistareykjavirkjun. mbl.is/Helgi Bjarnason

Falsaðir ráðningarsamningar eru þekkt vandamál á íslenskum vinnumarkaði, sérstaklega þegar erlendar starfsmannaleigur eiga í hlut.

Í Morgunblaðinu dag er greint frá því að grunur leikur á að pólska fyritækið Korman, sem starfaði um tíma sem undirverktaki við framkvæmdirnar á Þeistareykjum, hafi ekki greitt starfsmönnum eftir íslenskum kjarasamningum og að ráðningarsamningar starfsmanna hafi verið falsaðir.

„Já, þetta er þekkt vandamál. Þetta eru fyrirtæki sem starfa tímabundið hér á landi en ber að skila  gögnum til Vinnumálastofnunar sem hefur eftirlit með að rétt kaup og kjör séu virt,“ segir Halldór Oddsson, lögræðingur hjá ASÍ, í samtali við mbl.is.

Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.
Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Mynd/ASÍ

Í tilfelli starfsmanna Korman kom í ljós að þeir könnuðust ekki við undirskriftir sem þeir áttu að hafa ritað á ráðningarsamningana. Starfsmennirnir fengu aðgang að ráðningarsamningum sínum í gegnum stéttarfélagið Framsýn sem leitaði til Vinnumálastofnunar.

„Því miður hefur það nokkrum sinnum komið upp að við höfum fengið mál inn á okkar borð þar sem einstaklingar hafa ekki kannast við þá ráðningarsamninga sem hefur verið framvísað,“ segir Halldór.  

Mál af þessu tagi eru tiltölulega auðsótt að sögn Halldórs. „Þessi mál sem við höfum fengið hafa verið leiðrétt og eftir því sem ég best veit hefur Vinnumálastofnun beitt þvingunaraðgerðum til að refsa viðkomandi fyrirtækjum. Stofnunin hefur auk þess stjórnvaldsheimild til að leiðrétta þessi mál tiltölulega fljótt og örugglega.“

Vinnustaðaeftirlit og fræðsla eru lykilatriði

Alvarlegri þáttur málsins sé hins vegar sá að ekki rati öll mál inn á borð ASÍ. „Við hjá frjálsu verkalýðshreyfingunni reynum að sinna fræðslu og vekja athygli á hver eru rétt kaup og kjör. Eitt af stærsta og umfangsmesta verkefni verkalýðshreyfingarinnar í heild undanfarin tvö til þrjú ár er vinnustaðaeftirlit þar sem farið er á vinnustaði og reynt að ræða við fólk,“ segir Halldór.  

Erfitt hefur reynst að greina ákveðið mynstur í málum þar sem um falsaða ráðningarsamninga er að ræða en Halldór segir að nær undantekningalaust sé um erlendar þjónustuveitur eða starfsmannaleigur að ræða sem þurfa lögum samkvæmt að veita Vinnumálastofnun upplýsingar um kaup og kjör.

„Þeir starfsmenn sem verða einna helst fyrir svindli eru erlendir starfsmenn og ungt fólk, það er kannski eina mynstrið sem við getum greint.“  

mbl.is

Innlent »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Ukulele
...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...