Rukkað fyrir klósettferðir á Hlemmi

Mathöllin á Hlemmi.
Mathöllin á Hlemmi. mbl.is/Árni Sæberg

Tvö hundruð króna gjald er nú tekið af þeim sem nota salernin í Mathöllinni á Hlemmi, án þess að vera í viðskiptum við veitingastaði þar.

Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag, að gjaldtakan hafi alltaf staðið til.

„Til þess að viðskiptavinir geti notið góðrar salernisaðstöðu ákváðum við að takmarka aðgang utanaðkomandi að þessu leyti. Allir geta nýtt sér þau en það kostar aukalega ef fólk er ekki í viðskiptum við okkur,“ segir Ragnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert