Standast almenna kjarasamninga

Sjanghæ á Akureyri.
Sjanghæ á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Niðurstaða stéttarfélagsins Ein­ing­ar Iðju á Ak­ur­eyri í vinnustaðaeftirliti á veitingahúsinu Shanghæ er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Eflingar. Þar segir að í vinnustaðaeftirliti félagsins á veitingahúsið Sjanghæ þann 30. ágúst 2017 var venju samkvæmt óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks. Við þessari ósk varð Life Iceland þann 31. ágúst sl. Óskað var eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. september.

Fram kom í síðustu viku að grunur léki á því að eigandi veitingastaðarins stundaði vinnumansal. Björn Snæ­björns­son, formaður Eflingar Iðju, sagði þá að eftirlitsmenn félagsins væru að kanna aðstæður.

Í fréttum RÚV í síðustu viku var greint frá því að grun­ur léki á því að starfs­fólk veit­ingastaðar­ins Sj­ang­hæ fengi greidd­ar þrjá­tíu þúsund krón­ur á mánuði í laun og borði mat­araf­ganga af veit­ingastaðnum. Starfs­mönn­un­um, sem eru fimm Kín­verj­ar, hafi verið lofað góðri at­vinnu og framtíðarbú­setu hér á landi gegn því að greiða háa fjár­hæð fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert