Fylgdust með í Leifsstöð

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra fylgdust með stuðningsmönnum úkraínska landsliðsins fara úr landi í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra í lögreglunni fór allt vel fram.

Samkvæmt frétt Víkurfrétta skiptu lögreglumennirnir tugum í brottfararsal flugstöðvarinnar í gærkvöldi en um miðnætti voru allir lögreglumennirnir farnir úr flugstöðvarbyggingunni.

Sigurbergur Theodórsson, varðstjóri í lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is að allt hafi farið vel fram og engin hætta á ferðum.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók tvo stuðnings­menn úkraínska landsliðsins í knatt­spyrnu skömmu eft­ir að lands­leik­ur­inn milli Íslands og Úkraínu hófst í gærkvöldi.

Lög­regl­an hafði vísað þeim frá fyr­ir leik­inn þar sem þeir voru ekki með miða. Skömmu síðar kom í ljós að lás hafði verið tek­inn í sund­ur á hliði sem er ekki notað og talið er að menn­irn­ir hafi kom­ist þannig inn á leik­vang­inn. Þeir voru færðir í lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu.

Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að grjót hafi einnig verið tek­in úr bak­pok­um annarra úkraínskra stuðnings­manna fyr­ir utan Laug­ar­dalsvöllinn, auk þess sem eitt eggvopn var tekið úr poka. Jafn­framt voru gler­flösk­ur tekn­ar úr bak­pok­um. Þess­ir stuðnings­menn fengu ekki að fara á leik­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert